Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan

13 Myndir mánaðarins 2. febrúar 104 mín Aðalhl.: Andrew Garfield, Claire Foy og Hugh Bonne- ville Leikstjórn: Andy Serkis Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Eftir að hafa veikst af lömunarveiki var Robin Cavendish ekki ætlað líf í meira en þrjá mánuði enda hætti hann að geta andað. En eiginkona hans, Diana, var ekki á sama máli og krafðist þess að hann héldi áfram að lifa. Breathe er fyrsta myndin sem leikarinn góðkunni Andy Serkis leikstýrir en hér er um að ræða dagsanna sögu bresku Cavendish-hjónanna, Robins og Diönu, sem í kjölfar veikinda Robins áttu eftir að marka stór spor í læknasöguna. Robin var aðeins 28 ára þegar ógæfan reið yfir og höfðu hann og Diana nýverið eignast son. Í fyrstu ætlaði Robin að sætta sig við örlög sín og yfirvofandi dauða, en Diana tók það ekki í mál og taldi í hann kjark til að berjast fyrir lífinu. Svo fór að þau hjón fundu leiðir sem ekki bara framlengdu líf Robins heldur urðu til þess að stórbæta þaðan í frá lífsgæði margra annarra sem veikjast af lömunarveiki ... Breathe Ekkert er sterkara en viljinn til að lifa Claire Foy og Andrew Garfield leika Cavendish-hjónin Diönu og Robin. l Andy Serkis hafði persónulegar ástæður fyrir því að gera þessa mynd því einn besti vinur hans og viðskiptafélagi til margra ára er Jonathan Cavendish, sonur þeirra Robins og Diönu. Jonathan er einnig einn af aðalframleiðendum myndarinnar. l Þess má geta til gamans að Tom Hollander leikur stórt hlutverk í myndinni en hann tók við hlutverki Andrews Garfield sem köngu- lóarmaðurinn í myndunum um hann. Punktar ........................................... 2. febrúar 89 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir að undanförnu á RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD- leigunum og hér eru fyrstu 8 þættir seríunnar. Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir, og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11mínútur að lengd. Mói Komdu með í ferðalög um heiminn HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Time HHH 1/2 - Indiwire HHH - Rolling Stone HHH - Empire HHH - Time Out HHH - ReelViews Breathe – Mói

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=