Myndir mánaðarsins, febrúar 2018 - Leigan

10 Myndir mánaðarins 1. febrúar 90 mín Aðalhlutv.: Will Friedle, Chris Owen, Louise Lasser og Renée Taylor Leikstjórn: Gary Preisler Útgefandi: Sena VOD Gamanmynd Tveir algjörir lúserar, þeir Calvin og Leonard, kvænast auðugum eldri systrum í vonumað njóta auðæva þeirra. En systurnar eru líkameð áætlun. Hér er á ferðinni ærslafull gamanmynd frá National Lampoon-gríngenginu en hún var frumsýnd árið 2003 og hefur síðan náð hálfgerðum „cult-status“ á meðal þeirra sem kunna að meta taumlausan, kolsvartan húmor og vitleysisgang. Við kynnumst hér tveimur heimskingjum, Calvin og Leonard, sem dreymir um að verða ríkir svo þeir geti lifað í lúxus eins og hitt þotuliðið í Beverly Hills og náð sér í stelpur. Þegar þeim býðst að kvænast tveimur eldri systrum sem virðast eiga nægan pening stökkva þeir á tækifærið en vita ekki að systurnar sjá líka gróðavon í þeim – en á allt annan hátt en þeir hefðu getað ímyndað sér ... National Lampoon’s Gold Diggers Framkvæmdir verða vart heimskulegri Það eru þeir Chris Owen og Will Friedle sem leika þá Calvin og Leonard en syst- urnar útsmognu, Doris og Betty, eru leiknar af Louise Lasser og Renée Taylor. National Lampoon’s Gold Diggers Systkinin Maggie og Jake Gyllenhaal voru stödd á Sundance-kvikmyndahátíðinni 20. janúar og skruppu saman á frumsýningu myndarinnar Wildlife sem Jake leikur eitt aðalhlutverkið í. Paul Rudd var líka á Sundance-hátíðinni til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar The Catcher Was a Spy en í henni er rakin stór- merkileg saga íþróttamannsins Moes Berg. Domhnall Gleeson stillir sér hér upp á Sun- dance-hátíðinni fyrir forsýningu myndarinnar A Futile and Stupid Gesture sem segir frá Doug Kennedy, einum ritstjóra National Lampoon.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=