Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
22 Myndir mánaðarins Fifty Shades Freed Ekki fagna of snemma Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Jamie Dornan, Arielle Kebbel, Kim Basinger, Tyler Hoechlin, Marcia Gay Harden, Luke Grimes, Callum Keith Rennie og Rita Ora Leikstjórn: James Foley Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Kringlunni og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 101 mín Davids Mamet. Frumsýnd 9. febrúar l Leikstjóri myndarinnar er James Foley en hann leikstýrði einnig öðrum kaflanum, Fifty Shades Darker , sem var frumsýndur í fyrra. Þessar tvær myndir voru teknar upp samhliða sempassaði vel enda er Fifty Shades Freed beint framhald af Fifty Shades Darker , sem var aftur þráðbeint framhald fyrstu myndarinnar, Fifty Shades of Grey . l Fyrri tvær myndirnar nutu mikilla vinsælda í bíó og höluðu inn samtals yfir milljarð dollara í kvikmyndahúsum heimsins. Þessi þriðji og síðasti kafli sögunnar á nokkuð örugglega eftir að gera það gott líka enda bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig fer fyrir þeim Anastasiu og Christian og hjónabandi þeirra eftir allt það sem á undan hefur gengið og áskoruninni sem er framundan. Eftir að hafa beðið Anastasiu í síðustumynd ganga þau Christ- ian nú í hjónaband og halda í brúðkaupsferð til Suður-Evrópu þar semþau njóta alls þess besta sempeningar geta keypt. En þegar þau snúa aftur heim til Seattle bankar fortíðin upp á og þau standa bæði frammi fyrir alvarlegum vanda sem verður að leysa ef ekki á illa að fara fyrir þeim og hjónabandi þeirra. Þriðji og jafnframt síðasti kafli hinnar eldheitu ástarsögu Christians Grey og Anastasiu Steele kemur í bíó 9. febrúar, en í honum tekur sagan enn á ný óvænta stefnu eins og þeir vita sem lesið hafa bækurnar. Við förum ekki nánar út í það hér hvaða óvæntu atburðir þetta eru en hvetjumþá semgaman höfðu af fyrri myndunum til að láta þennan hápunkt og lokahluta sögunnar ekki fram hjá sér fara ... Þau Anastasia Steele og Christian Grey ganga nú í hjónaband eftir vægast sagt viðburðaríkt og eldheitt tilhugalíf. En í fortíð þeirra beggja eru draugar sem þau þurfa að kveða niður í eitt skipti fyrir öll. Fifty Shades Freed Anastasia getur alveg sætt sig við það lúxuslíf sem auðævi eigin- manns hennar geta keypt. En að sjálfsögðu eru peningar ekki allt. Rómantík Punktar .................................................... Veistu svarið? Leikstjóri myndarinnar, James Foley, á nokkrar aðrar þekktar myndir að baki eins og t.d. At Close Range , Who's That Girl , Two Bits og eina af bestu myndum ársins 1992, Glengarry Glen Ross , en hún var byggð á leikverki og handriti þekkts rithöfundar. Hvers? Sem fyrr eru það þau Dakota Johnson og Jamie Dornan sem leika þau Anastasiu og Christian í þessum þriðja og síðasta kafla ástarsögunnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=