Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

21 Myndir mánaðarins Þann 15. ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdam og Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða. Þessi mynd er umþann æsispennandi atburð. Hraðlestin frá Amsterdam til Parísar var nýkomin yfir landamærin þegar hinn marokkóski Ayoub El Khazzani hugðist láta til skarar skríða, vopnaður sjálfvirkumAKM-árásarriffli, níu skothylkjum með samtals 270 skotum, 9 millimetra Luger-skammbyssu, bensínsprengju og dúkahníf. Sá fyrsti til að átta sig á hvað væri yfirvofandi var 28 ára Frakki, en nafn hans hefur aldrei verið gefið upp. Hann féll í gólfið í átökunum við Khazzani og var úr leik. Þá stökk á hann annar Frakki af bandarískum ættum, Mark Moogalian, og reyndi að ná af honum rifflinum en Khazzani náði að skjóta hann í hálsinn með skammbyssunni. Og rétt í þann mund sem Khazzani ætlaði að byrja að beita rifflinum hentu vinirnir Alek Skarlatos, Spencer Stone og Anthony Sadler sér á hann og náðu að hafa hann undir, þó ekki fyrr en eftir að hann hafði stórslasað Spencer með dúkahnífnum. Þessi snöru viðbrögð þessara fimm manna sem skynjuðu hættuna hafa sennilega bjargað lífi fjölda farþega í lestinni en alls voru um borð í henni 554 manns. Þeir Alek, Spencer og Anthony skrásettu sögu sína þegar heim til Bandaríkjanna var komið og það er eftir henni sem Dorothy Blyskal skrifaði handritið. Clint Eastwood tók síðan að sér að leikstýra myndinni og ákvað að fá þá Alek, Spencer og Anthony til að leika sjálfa sig í henni – sem þeir og gera. Þegar þetta er skrifað hefur myndin hvergi verið sýnd og það verður áhugavert að sjá útkomuna, en þess má geta að hún fjallar einnig um bakgrunn og vinskap þeirra félaga allt frá því að þeir kynntust í æsku, og her- þjálfun þeirra sem þarna kom sér vel. Sönn saga um sannar hetjur Frumsýnd 9. febrúar 94 mín Aðalhlutverk: Anthony Sadler, Alek Skarlatos, Spencer Stone, Jenna Fischer og Judy Greer Leikstjórn: Clint Eastwood Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi The 15:17 to Paris Sannsögulegt Þeir Alek Skarlatos, Spencer Stone og Anthony Sadler leika sjálfa sig í myndinni sem er einnig byggð á frásögn þeirra af atburðinum. The 15:17 to Paris Leonardo DiCaprio er umhverfis- og nátt- úruverndarsinni og leigir sér því hjól þegar hann þarf að skreppa eitthvað stutt, eins og t.d. yfir til besta vinar síns, Tobeys Maguire. Ben Affleck fer sinna ferða hins vegar á kádiljáknum sínum og lendir í því eins og aðrir sem eiga bíl að þeir þurfa að renna inn á bensínstöðvarnar með reglulegu millibili. Jennifer Lawrence nýtir sér hins vegar leigu- bílana enda getur hún þá notað símann. Þess má geta að voffinn hennar heitir hvorki meira né minna en Pippi Lawrence Stocking.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=