Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Winchester Trúir þú á drauga? Aðalhlutverk: Helen Mirren, Jason Clarke, Sarah Snook, Angus Sampson, Laura Brent, Tyler Coppin, Thor Carlsson, Xavier Gouault og EmmWiseman Leikstjórn: Joe Wright Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbió, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi 99 mín MalcolmMcDowell. Frumsýnd 2. febrúar l Winchester-húsið var upphaflega byggt árið 1884 en SarahWinc- hester lét síðan í mörg ár byggja við það alls konar vistarverur þvers og kruss sem byggðu ekki á neinum teikningum eða skipu- lagi ogþjónuðu aðþví er virtist engumtilgangi öðrumenduttlung- um Söruh. Húsið inniheldur 500 herbergi, stór og smá, alls konar ranghala, stiga sem liggja ekki að neinu, tilgangslausar hurðir og þar fram eftir götunum. Húsið þykir stórmerkilegt frá sjónarhóli arkitekta því það skortir allan arkitektúr og er í dag vinsælt safn. Fyrsti tryllir ársins 2018 kemur í bíó á sama tíma umallanheim, 2. febrúar, og er nýjastamynd Spierig-bræðrannaMichaels og Peters sem gerðu m.a. Daybreakers , Predestination og Jigsaw . Winchester er sögð alveg mögnuð draugasaga sem fær hárin til að rísa en hún sækir efnivið sinn í þær sögur að óðalið Winchester, sem SarahWinchester lét byggja á ofanverðri 19. öld, væri reimt og íverustaður framliðinna anda þeirra sem fallið hefðu fyrir kúlum úr Winchester-rifflunum, en framleiðsla þeirra hafði gert Söruh að einni ríkustu konu Bandaríkjanna. Sarah hóf því að byggja við hús- ið alls konar herbergi, að sögn ekki til að hýsa draugana heldur til að loka þá inni. Til verksins réð hún fjölmarga smiði og húsagerðar- menn sem unnu eftir ruglingslegum fyrirmælum Söruh og voru þeir margir sem sögðu hana ekki heila á geði. En var hún geðveik? Úr þessum veruleika spunnu Spierig-bræðurnir handritið að mynd- inni og segir orðrómurinn að hún eigi eftir að slá í gegn, a.m.k. á meðal þeirra sem kunna að meta spúkí draugasögur. Stiklurnar úr myndinni eru líka frábærar og gefa góða von um magnaða mynd. Helen Mirren leikur SöruhWinchester sem eftir að hafa misst eiginmann sinn, WilliamWinchester, einkaerfingja Olivers Winchester sem átti Winc- hester byssuverksmiðjurnar, varð ein auðugasta kona Bandaríkjanna. Jason Clarke leikur lækninn Eric Price sem kemur til Winchester, ekki síst til að rannsaka hinn meinta draugagang í húsinu. Húsið stórmerkilega sem sagan gerist í er til í raunveruleikanum og er í San Jose, ekki langt frá San Francisco. Það er nú safn fyrir áhugasama. Tryllir Punktar .................................................... Veistu svarið? Helen Mirren fagnaði á síðasta ári 50 ára leikafmæli sínu en líklegt má telja að fyrsta myndin sem sýnd var í bíó hér á landi og hún lék í hafi veriðmynd Lind- says Anderson, OLuckyMan! , semvar gerð árið 1973. Hvaða leikari fór með aðalhlutverkið í henni? Winchester
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=