Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

17 Myndir mánaðarins Lói: Þú flýgur aldrei einn Lói: Þú flýgur aldrei einn Lítill fugl með stórt hjarta Leikraddir: Matthías Matthíasson, Rakel Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Jónsson, Hilmir Snær Guðnason, Þórunn Erna Clausen, Þröstur Leó Gunnarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Darri Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Ólafur S.K. Þorvaldz, Stefán Karl Stefánsson og margir fleiri Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Keflavík, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Borgarbíó Akureyri, Eyjabíó og Selfossbíó 83 mín Frumsýnd 2. febrúar l Sagan í myndinni og handritið er eftir Friðrik Erlingsson og hönnuður útlits og aðstoðarleikstjóri var Gunnar Karlsson. l Tónlistin í Lói: Þú flýgur aldrei einn er samin af Atla Örvarssyni og er umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist hefur verið í fyrir kvik- mynd hér á landi, en hún var tekin upp í Hofi með sextíu manna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tveimur kórum. Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuld- ann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga. Lói: Þú flýgur aldrei einn er íslensk teiknimynd, framleidd af þeim sömu og gerðu fyrstu íslensku teiknimyndina í fullri lengd, Hetjur Valhallar – Þór , sem er mest sótta íslenska myndin utan landstein- anna. Myndin, sem hefur verið í framleiðslu í fimm ár og kostaði um milljarð króna, verður frumsýnd 2. febrúar og er kjörin fjöl- skylduskemmtun enda allt í senn, bæði fyndin, fjörug, fróðleg og hæfilega spennandi. Vonandi lætur enginn hana fram hjá sér fara. Teiknimynd Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=