Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
15 Myndir mánaðarins Væntanlegt í mars Fyrir utan þær þrjár myndir sem lesa má um á síðunum hér fyrir framan eru að minnsta kosti sjö aðrar áhuga- verðar myndir á dagskrá kvikmyndahúsanna í mars, ef ekki fleiri, en það kemur allt í ljós á næstu vikum og verður á hreinu í næsta tölublaði Mynda mánaðarins. Við rennum hér í stuttu máli yfir þessar sjö myndir sem við munum að sjálfsögðu gera betri skil í marsblaðinu. Sjáumst í bíó! Steinaldarmaðurinn Leirbrúðumyndin Steinaldarmaður- inn er væntanleg í kvikmyndahúsin 2. mars en eins og sjá má á plakatinu er hún eftir sömu aðila og gera hinar bráðskemmtilegu myndir um hrútinn Hrein og alla félagana hans. Eins og heitið bendir til gerist myndin fyrr á tímum en aðalsöguhetjan, stein- aldarunglingurinn Dug, þarf hér að sameina ættbálk sinn í baráttunni við hinn illa innrætta Nooth sem er þegar lagður af stað inn í bronsöldina. Pacific Rim Uprising Þann 23. mars verður sjálfstætt framhald Guillermo del Toro-mynd- arinnar Pacific Rim frumsýnt en það gerist nokkrum árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Aðalsöguhetjan er Jake Pentecost, sonur Stackers Pente- cost sem átti ekki hvað sístan þátt í að stöðva Kaiju-skrímslin á sínum tíma en þurfti síðan að fórna lífi sínu í baráttunni. Þegar skrímslin gera aðra innrás kemur til kasta Jake að feta í fótspor föður síns og bjarga jörðinni. Víti í Vestmannaeyjum Hin vinsæla unglingabók Gunnars Helgasonar er nú orðin að bíómynd semverður frumsýnd23.mars. Gunnar skrifaði handritið sjálfur og Bragi Þór Hinriksson ( Algjör Sveppi -myndirnar, Harrý og Heimir ) leikstýrir en sagan er um strákana í fótboltaliðinu Fálkum sem fara á knattspyrnumót í Eyjum. Þar kynnast þeir Eyjapeyja sem þeir óttast í fyrstu en komast svo að því að hann býr við frekar erfiðar aðstæður og ákveða að aðstoða hann. DeathWish Death Wish er endurgerð samnefndr- ar myndar frá árinu 1974 þar sem Charles Bronson var í hlutverki manns, Pauls Kersey, sem eftir að glæpamenn myrða eiginkonu hans ákveður að skera upp sína eigin herör gagnvart öllum misindismönnum sem hann sér á strætum New York- borgar og hreinlega skjóta þá alla. Í endurgerðinni er það Bruce Willis sem leikur Paul en myndin verður frumsýnd 9. mars ef áætlun stenst. Mary Magdalene Segja má að leikstjórinn Garth Davis hafi komið, sýnt og sigrað fyrir tveimur árum með sannsögulegu myndinni Lion sem var m.a. tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, fimm BAFTA- verðlauna og fernra Golden Globe- verðlauna, þ. á m. fyrir leik og handrit, og sem besta mynd ársins 2016. Þann 23. mars mætir Garth á svæðið á ný með mynd sem fjallar eins og heitið bendir til umævi MaríuMagðalenu og tíma hennar með Jesú og postulunum. Pétur kanína Fjölskyldumyndin Pétur kanína er að hálfu leikin og að hálfu tölvuteiknuð líkt og Paddington -myndirnar, en sögurnar um þessa úrræðagóðu kanínu sem lendir í átökum við mennskan nágranna sinn, durtinn McGregor sem vill ekki að kanínur séu í garðinum sínum, hafa lengi notið mikilla vinsælda. Myndin verður frumsýnd 28. mars ef áætlun stenst og ef marka má stiklurnar þá er hér á ferðinni bráðfyndin mynd fyrir alla. Andið eðlilega Mynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðli- lega , hefur verið að gera það gott á kvikmyndahátíðum erlendis og hlaut Ísold t.a.m. fyrstu verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrir skömmu sem besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Gagnrýnend- ur hafa keppst við að lofa myndina í hástert og hafa m.a. líkt efnistökum Ísoldar við efnistök meistara á borð við Ken Loach og Mike Leigh. Andið eðlilega verður frumsýnd 2. mars
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=