Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Væntanleg í mars Þann 30. mars er komið að frumsýningu myndarinnar Ready Player One en hún er gerð eftir verðlauna- og metsölubók Ernest Cline sem skrifaði sjálfur handritiðásamt ZakPenn. Þettaer einstaklega frumleg vísindaskáldsaga sem gerist árið 2045 og að mestu inni í hinni stór- fenglegu tölvuveröld Oasis þar semmargir þekktir karakterar búa. Óhætt er að segja að slegist hafi verið um réttinn til að kvikmynda þessa sögu og eftir að leikstjórar eins og Martin Scorsese, David Fincher og Robert Zemeckis höfðu verið orðaðir við leikstjórnina fór það svo að Steven Spielberg tók verkið að sér. Í raun leikstýrði hann svo myndinni áður en hann tók til við gerð myndarinnar The Post en vegna þess hversu stór hluti Ready Player One er tölvugerður tók eftirvinnsla atriðanna miklu lengri tíma en í The Post og því færðist frumsýningin aftur fyrir hana. Ready Player One segir í stuttu máli frá Wade Watts semhefur alist upp í fátækt eins og flestir jarðarbúar. Þegar skapari tölvuveraldarinnar Oasis tilkynnir að hann hafi komið sérstöku „páskaeggi“ fyrir einhvers staðar í Oasis og að sá sem finnur það muni bæði eignast Oasis og 500 milljarða dollara eignir hans ákveður Wade að taka þátt í leiknum eins og margir aðrir. En leitin að þessu páskaeggi er í raun enginn leikur heldur stórhættulegt ævintýri þar sem leik- mönnum er bráð hætta búin við hvert fótmál. Kíkið endilega á frábærar stiklurnar úr þessari mynd. Í myndinni koma fram fjölmargir karakterar úr öðrum myndum og leikjum, þ. á m. úr Járnrisanum , Nightmare on Elm Street , TRON , LOTR, King Kong , Back to the Future , Tomb Raider og mörgum fleiri sögum. Það er Ty Sheridan sem leikur Wade Watts sem heldur inn í Oasis í leit að vísbendingunum sem gætu – ef hann finnur þær – gert hann ríkan. Ready Player One gerist að mestu í tölvugerðu veröldinni Oasis og er sögð tæknilegt stórvirki sem á eftir að heilla alla ævintýraunnendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=