Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Væntanleg í mars Þann 16. mars snýr Lara Croft aftur á stóra tjaldið eftir 15 ára hlé, eða síðan Angelina Jolie lék hana í tveimur myndum árin 2001 og 2003. Lara Croft kom eins og flestir vita fyrst fram á sjónarsviðið sem aðalkar- akterinn í tölvuleiknum Tomb Raider sem kom út árið 1996 og sló svo hressilega í gegn að síðan hafa verið gefnir út einir fimmtán leikir um ævintýri hennar, að meðtöldum hliðarleikjum. Lengi hafði staðið til að gera nýja mynd umþetta ævintýri ogmá segja að sá bolti hafi farið að rúlla á fullu þegar leikjaserían var endurnýjuð árið 2013 með leiknum Tomb Raider sem var nýtt upphaf hans og grunnsögunnar, en myndin sækir efni- viðinn og söguna einmitt í þann leik frekar en þann upprunalega. Og núna, fimm árum síðar, er myndin tilbúin og ef eitthvað er að marka stiklurnar þá er um að ræða ævintýramynd í sérflokki, eða eins og einhver sem þekkir til orðaði það: „Þetta er 2018-útgáfan af Raiders of the Lost Ark .“ Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Roar Uthaug sem sendi síðast frá sér metaðsóknarmyndina Bølg- en , eða The Wave eins og hún nefndist á ensku, og með helstu hlutverk fyrir utan Aliciu Vikander fara þau Walton Goggins sem leikur vonda kallinn Mat- hias Vogel, Hannah John-Kamen, Kristin Scott Thomas, Daniel Wu sem leikur nánasta vin Löru, Nick Frost ogDominicWest sem leikur föður hennar. Kíkið nánar á þessa mynd í næsta blaði. Fjölmargar leikkonur voru orðaðar við hlutverk Löru Croft í þessari nýju Tomb Raider -mynd en að lokum varð úr að Alicia Vikander tók að sér að leika þessa hugprúðu og snjöllu konu. Alicia Vikander fór í stranga líkamsþjálfun fyrir gerð mynd- arinnar og leikur sjálf í áhættuatriðunum, en þau eru mörg. Boginn og örvarnar eru helsta vopn Löru Croft þegar hætta steðjar að í leitinni að föður hennar, Richard Croft lávarði. Alicia brosir breitt við tökur á myndinni en þær fóru fram á Englandi annars vegar og í Suður-Afríku hins vegar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=