Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Væntanleg í mars Marsmánuðurmunbyrja vel í bíó, a.m.k. fyrir aðdáendur njósnatrylla, þegar nýjasta mynd Francis Lawrence, Red Sparrow , verður frumsýnd en í henni leikur Jennifer Lawrence hina rússneskuDominiku Egorovu sem er í raun þrautþjálfaður njósnari með einstaka hæfileika til að draga fram veikleika andstæðinga sinna í baráttunni við þá. Það eru miklar vonir bundnar við að Red Sparrow verði vinsæl en hún er byggð á frábærri njósnasögu eftir fyrrverandi CIA-manninn Jason Matt- hews sem var öllum hnútum kunnugur varðandi njósna- og gagnnjósna- mál þegar hann ákvað að söðla um og gerast rithöfundur. Red Sparrow varð hans fyrsta bók en hún er í raun fyrsti hlutinn af þríleik og heita hinir tveir hlutarnir Palace of Treason og The Kremlin’s Candidate . Það stendur auðvitað til að kvikmynda þá kafla líka en sjálfsagt veltur það á viðtökunum sem Red Sparrow á eftir að fá hjá kvikmyndaáhuga- fólki hvort af því verður. Ef það gerist þá verður þetta um leið annar þríleikurinn sem þau Jennifer og Frances gera saman, en sá fyrri var auðvitað Hunger Games -myndirnar þar sem Francis leikstýrði seinni tveimur hlutunum, þ.e. Catching Fire og Mockingjay - myndunum. Red Sparrow verður sem fyrr segir frum- sýnd í byrjun mars, nánar tiltekið 2. mars, og það er vel þess virði að skoða frábærar stiklurnar. Í byrjun fáum við að sjá hvernig Dominika Egorova öðlast hæfileika sína sem njósnari undir stjórn hins eitilharða kennara síns, Matron, sem Charlotte Rampling leikur. Ballettkunnátta Dominiku kemur talsvert við sögu í myndinni. Útlit Dominku breytist mikið á milli verkefna, allt eftir því hvað henni finnst við hæfi hverju sinni. Jennifer Lawrence ásamt Francis Lawrence (nei, þau eru ekki skyld) þegar þau unnu saman við Hunger Games-þríleikinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=