Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó

Les chevaliers blancs Jacques Arnault, forseti samtakanna „Move for kids“, telur franskar fjölskyldur sem vilja ættleiða börn á að kosta aðgerð til að lauma til landsins munaðarlausum börnum frá stríðshrjáðu Afríkulandi. Í kringum hann er hópur sjálfboðaliða sem trúa á verkefnið og hafa einn mánuð til að finna 300 lítil börn og flytja þau til Frakklands. Aðalhlutverk: Vincent Lindon, Louise Bourgoin og Valérie Donzelli Leikstjórn: Joachim Lafosse Handrit: Joachim Lafosse, Thomas van Zuylen, Thomas Bidegain, Julie Decarpentries og Zélia Abadie Drama - 112 mínútur - Enskur texti - Leyfð Dans la forêt Bræðurnir Tom og Benjamín fara til Svíþjóðar að hitta föður sinn í sumarfríinu, en faðirinn virðist sannfærður um að Tom geti séð það sem öðrum er hulið. Hann stingur upp á að þeir fari norður á bóginn og gisti fáeina daga í kofa nokkrum á vatnsbakka og drengirnir verða himinlifandi með það. Svo líða dagarnir en faðirinn er ekki á því að fara heim ... Aðalhlutverk: Jérémie Elkaïm, Timothé Vom Dorp og Théo Van de Voorde Leikstjórn: Gilles Marchand Handrit: Gilles Marchand og Dominik Moll Spennutryllir - 103 mínútur - Enskur texti - 12 ára Réparer les vivants Lífs eða liðinn er mögnuð mynd, gerð eftir skáldsögu Maylis de Kerangal þar sem þrjár aðskildar sögur um persónur sem þekkjast ekkert innbyrðis í fyrstu fléttast saman í eina heild á gríðarlega áhrifaríkan hátt. Myndin hefur hlotið afburðadóma og er t.d. með 8,2 í einkunn á Metacritic þar semmargir tilnefna hana sem eina af bestu myndum ársins 2016. Aðalhlutverk: Tahar Rahim, Emmanuelle Seigner, Anne Dorval Leikstjórn: Katell Quillévéré Handrit: Katell Quillévéré og Gilles Taurand eftir sögu Maylis De Kerangal Drama - 103 mínútur - Íslenskur texti - 12 ára Relève: Histoire d’une création Benjamin Millepied var skipaður dansstjórn- andi Þjóðaróperunnar í París í nóvember 2014 og umbylti öllum formerkjum í klass- ískum dansi, bæði með verkefnavali og vinnuaðferðum balletthóps óperunnar. Endur- fæðingin segir frá sköpunarferlinu á nýjum ballett Millepieds„ Clear, Loud, Bright, Forward “ sem er í senn ótrúlegt og magnþrungið verk. Aðalhlutverk: Benjamin Millepied Leikstjórn og handrit: Thierry Demaizière og Alban Teurlai Heimildarmynd - 115 mínútur - Enskur texti - Leyfð Elle s’appelle Alice Guy Alice Guy var forystukona og frumkvöðull í kvikmyndagerð, jafnt í kvikmyndaverum í París sem í Hollywood. Hér er dregin upp leiftrandi mynd af fyrstu konunni sem vann við og leikstýrði kvikmyndum á upphafsárum þeirra og ólgutímum í byrjun 20. aldar, en nafn hennar féll síðar í gleymsku og dá. Vinsamlega athugið að myndin um Alice Guy verður sýnd að lokinni verðlaunaafhendingu í minningu Sólveigar Anspach (sjá á síðunni hér á móti). Nánari upplýsingar og allar tíma- setningar verður að finna á vefsíðunni www.smarabio.is/fff . Aðalhlutverk: Alexandra Lamy (Alice Guy) Leikstjórn og handrit: Emmanuelle Gaume Heimildarmynd - 59 mínútur - Enskur texti - Leyfð Frönsk kvikmyndahátíð Iqaluit Carmen er gift Gilles, verkstjóra sem starfar á norðurhjara. Hann slasast alvarlega í óút- skýrðu vinnuslysi og hún fer til bæjarins Iqaluit þar sem hann er. Hún reynir að grafa upp hvað gerðist og kynnist þá Nóa, vini Gilles sem er inúíti, og áttar sig á að hann er jafnmiður sín og hún. Þau sigla út á Frobisher- flóa: Carmen til að finna svör, Nói til að koma vitinu fyrir son sinn. Aðalhlutverk: Marie-Josée Croze, François Papineau og Natar Ungalaaq Leikstjórn og handrit: Benoît Pilon Drama - 102 mínútur - Enskur texti - Leyfð Polina, danser sa vie Polina er efnileg ballettdansmær sem hefur alla tíð lotið ströngum aga og kröfuhörku danskennarans síns. Henni er að opnast aðgangur að Bolshoj-ballettinum heims- fræga en sér þá sýningu á nútímadansi og ákveður að leggja allt annað á hilluna til að starfa með Liriu Elsaj, snjöllum danshöfundi, og reyna að finna sína eigin rödd. Aðalhlutverk: Anastasia Shevtsova, Niels Schneider og Juliette Binoche Leikstjórn: Valérie Müller og Angelin Preljocaj Byggt á sögu Bastiens Vivès Drama - 108 mínútur - Enskur texti - Leyfð Tout en haut du monde Sacha er stúlka af rússneskum aðalsættum sem hefur lengi verið hugfangin af lífi afa síns, ævintýramannsins Oloukines, en hann var frægur landkönnuður sem smíðaði sér stórkostlegt skip, Davaï, en sneri aldrei aftur úr síðasta leiðangri sínum til norðurskautsins. Sacha ákveður að fara á norðurhjarann, í slóð afa síns og leita að þessu sögufræga skipi. Aðalhlutverk: Christa Théret, Féodor Atkine og Thomas Sagols Leikstjórn: Rémi Chayé Handrit: Fabrice de Costil, Patricia Valeix og Claire Paoletti Tónlist: Jonathan Morali og Syd Matters Teiknimynd - 81 mínútur - Íslenskur texti - Leyfð „Þetta er eitruð mynd, og martraðarkennd.“ HHHH - 20 Minutes „Það fer hrollur um þig, við lofum því.“ HHHH - Le Figaro „Pilon nær að fanga andrúmsloft og fegurð norðurslóða.“ - Cinefilic „Frábær dæmisaga um samskipti Afríku og Evrópu.“ HHHHH - Le Point „Fyrsta flokks skemmtun, frábærlega vel heppnuð.“ HHHHH - 20 Minutes „Frábær sviðsetning, litir og ljós.“ HHHH - Le Monde „Fallegt ævintýri um nútímadans fyrir alla áhorfendur.“ HHHH - Télérama „Heillandi og meistaraleg heimildarmynd.“ HHHH - Les Fiches du Cinéma „Myndin er glæsileg, fram í ystu tágóma!“ HHHH - Le Monde „Stórbrotið ævintýri sveipað einföldum söguþræði.“ HHHHH - Le Monde „Unaðsleg angan af gamaldags ævintýrum.“ HHHH - Paris Match „Algjörlega afslöppuð saga ummálefni hjartans.“ HHHHH - Variety „Tignarlega fögur mynd um fólkið í augnablikinu.“ HHHHH - R.Ebert.com

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=