Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Paddington 2 Sami bangsinn – nýtt ævintýri Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Orri Huginn Ágústsson, Steinn Ármann Magnússon, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Arnar Jónsson, Viktor Már Bjarnason, Júlía Hannan, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Aron Máni Tómasson, Laddi o.m.fl. Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og og Sambíóið Keflavík 103 mín Frumsýnd 12. janúar l Paddington 2 hefur eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hlotið frábæra dóma gagnrýnenda sem eru samhljóða um að hún sé a.m.k. jafn góð og fyrri myndin, ef ekki betri og enn fyndnari. Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Paddington er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg bíóskemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Í þessari nýju mynd um bangsann Paddington lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Padding- ton ætlaði að kaupa til að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. Þjófurinn lætur sig svo hverfa á dularfullan hátt enmeð þeim afleiðingum að lögreglan heldur að Paddington sé þjófurinn. Svo er nú aldeilis ekki en þangað til Paddington getur hreinsað af sér sakirnar er honum stungið í fangelsi. Þar eignast hann fljótlega marga góða vini sem eiga áreiðanlega eftir að hjálpa honum að hafa uppi á hinum rétta þjófi og endurheimta bókina góðu úr höndum hans ... Í þessu nýja ævintýri lendir Paddington í fangelsi fyrir misskilning en er auðvitað ekki lengi að vinna alla fangana á sitt band. Paddington 2 Ævintýri Punktar .................................................... HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHHH - Screen HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Wrap HHHH - H. Reporter HHHH - Guardian HHHH - Telegraph HHHH - Total Film Paddington með gjöfina góðu, bókina sem hann ætlar að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. En svo er bókinni stolið úr búðinni og það versta er að lögreglan telur Paddington vera þjófinn!
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=