Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó
26 Myndir mánaðarins Downsizing Auðvitað skiptir stærðin máli Aðalhlutverk: Matt Damon, Christoph Waltz, Hong Chau, Kristen Wiig, Jason Sudeikis, Rolf Lassgård, Ingjerd Egeberg, Udo Kier og Søren Pilmark Leikstjórn: Alexander Payne Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 135 mín En man som heter Ove. Frumsýnd 12. janúar l Downsizing er fimmta myndin sem Alexander Payne skrifar í sam- vinnu við Jim Taylor en þeir hlutu Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Sideways og voru tilnefndir fyrir Election og The Descendants . l Sagan í myndinni tengist Noregi á ýmsan hátt og var hún að hluta til tekin upp þar í landi, m.a. í Lófóten og á sundunum þar. Downsizing gerist í ekki svo fjarlægri framtíð þegar norskir vísindamenn hafa fundið upp leið til að smækka fólk niður í um það bil 10% stærð. Þetta leysir að sjálfsögðu ýmsan vanda sem tengist offjölgun mannkyns og snarlækkar um leið hús- næðis-, efnis- og matarkostnað fólks. En hverjir eru gallarnir? Downsizing er áttunda bíómynd meistaraleikstjórans og tvöfalda Óskarsverðlaunahafans Alexanders Payne semá að baki ThePassion of Martin , Citizen Ruth , Election , About Schmidt , Sideways , The Des- cendants og Nebraska . Allar þessar myndir hafa fengið ótal verðlaun og hefur Downsizing þegar verið útnefnd ein af tíu bestu myndum ársins 2017 af samtökum bandarískra gagnrýnenda. Aðalpersóna sögunnar er sölumaðurinn Paul Safranek sem eftir að hafa kynnt sér kosti þess að láta smækka sig ákveður að slá til ásamt eiginkonu sinni Audrey, en fyrir liggur að smækkunin er óafturkræf. Að sjálfsögðu á síðan ýmislegt eftir að fara öðruvísi en þau hjón gátu séð fyrir en frá því segjum við ekki hér enda er Downsizing ein af þessum myndum sem langskemmtilegast er að sjá án þess að vita of mikið um atburðarásina. Hins vegar má lofa öllu kvikmynda- áhugafólki, og þá sérstaklega aðdáendum fyrri mynda Alexanders Payne, að hér er á ferðinni frábær og mjög fyndin bíómynd, og um leið hárbeitt samfélagsádeila sem hittir þráðbeint í mark ... Hjónin Audrey og Paul Safranek heillast bæði af kostunum, og þá ekki síst sparnaðinum sem fylgir því að láta minnka sig enda er auðvitað miklu ódýrara að vera pínulítill en af venjulegri stærð. Eftir að hafa skoðað málið og fengið m.a. ítarlega heimakynningu hjá Dave Johnson (Jason Sudeikis) sem svarar öllum spurningum ákveða þau Audrey og Paul að slá til og skella sér í minnkun. Downsizing Tælenska leikkonan Hong Chau leikur stórt hlutverk í Downsizing og er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. Gaman / Drama / Vísindaskáldsaga Punktar .................................................... Veistu svarið? Sænski leikarinn Rolf Lassgård leikur vísindamann- inn Jorgen Asbjørnsen í Downsizing en Rolf hefur um árabil verið einn vinsælasti leikari Svía og sló enn og aftur í gegn í titilhlutverki vinsællar sænskrar myndar sem var frumsýnd 2015. Hvaða?
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=