Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó
23 Myndir mánaðarins Svanurinn Hver dagur er ný saga Aðalhlutverk: Gríma Valsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirs dóttir Leikstjórn: Ása Helga Hjörleifsdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króks- bíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó 91 mín Nykur. Frumsýnd 5. janúar l Svanurinn er framleidd af Vintage Pictures og eru aðalframleið- endur þær Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir en myndin er samvinnuverkefni þriggja landa, Íslands, Þýskaland og Eistlands. l Myndin hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið afar góðar viðtökur og dóma. Þannig hlaut Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar fyrstu verðlaun fyrir leikstjórnina á kvikmyndahátíðinni í Kolgata og var myndin útnefnd besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í byrjun desember. l Myndin er tekin upp í Grindavík og í Svarfaðardal, en bærinn sem Sól er send til dvalar á í sögunni heitir í raunveruleikanumYtra-Hvarf. Svanurinn er fyrsta mynd Ásu Hjörleifsdóttur í fullri lengd en hún skrifaði einnig handritið sem er byggt á samnefndri verð- launaskáldsögu Guðbergs Bergssonar frá árinu 1991. Svanurinn hlaut á sínum tíma íslensku bókmennta- verðlaunin og var einnig tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur enn fremur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið mikið lof og góða dóma gagnrýnenda víða um heim. Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir að hafa orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því semhún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna náttúruna og myndar tengsl við dýrin á bænum byrjar sýn hennar á allt að breytast og þroskast, ekki síst á sitt eigið líf og tilfinningar. Um leið dregst hún inn í óvænta atburðarás sem hún hefur enga stjórn á en á eftir að setja mark sitt á upplifun hennar og framtíð ... Gríma Valsdóttir leikur hina níu ára gömlu Sól í Svaninum . Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikur heimasætuna á bænum, Ástu. Svanurinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur veigamikið hlutverk í Svaninum . Drama Punktar .................................................... Veistu svarið? Í Svaninum kemur fyrir þekkt þjóðsagna- vera sem er yfirleitt í líki hests, þolir ekki að heyra nafn sitt sagt upphátt og drekkir þeim sem sest á bak hennar. Hvað nefnist þessi vera oftast á íslensku?
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=