Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó

16 Myndir mánaðarins Væntanlegt Eins og sést þegar blaðinu er flett áfram byrjar árið 2018 vel í kvikmyndahúsum landsins enda fjölmargar góðar myndir á dagskrá janúarmánaðar auk mynda sem frumsýndar voru á milli jóla og nýárs, eða jafnvel fyrr í desember, og ganga enn vel. Hér kynnum við hins vegar nokkrar þeirra mynda sem væntanlegar eru í febrúar, mars, apríl og maí og kvikmyndaáhugafólk hefur fulla ástæðu til að hlakka til að sjá. Athugið samt að þessi upptalning inniheldur bara fimmtán af meira en fjörutíu nýjum myndum sem væntanlegar eru á þessum fyrstu mánuðum ársins og við munum að sjálfsögðu gera þeim öllum skil í næstu blöðum. Winchester er nýjasta mynd bræðr- anna Michaels og Peters Spierig sem sendu síðast frá sér myndina Jigsaw og þar á undan hina þrælgóðu vísindaskáldsögu og tímaflakksmynd Predestination . Winchester er spennu- tryllir með draugalegu ívafi sem fjallar um ekkju eina (leikin af Helen Mirren) sem telur sig ásótta af draugum af ástæðu sem við förum ekki út í hér. Spurningin er hins vegar hvort hún hafi eitthvað til sín máls eða hvort hún sé hreinlega búin að missa vitið eins og sumir í kringum hana telja. Það bíða áreiðanlega margir eftir næstu Marvel-mynd, The Black Panther, sem væntanleg er í bíó um miðjan febrúar, en stiklurnar úr henni hafa notið mjög mikilla vinsælda, enda mjög góðar. Það er Ryan Coogler sem heldur um leikstjórnartaumana og skrifaði líka handritið ásamt öðrum en hann á að baki verðlaunamyndirnar Fruitvale Station og síðan myndina Creed sem var frumsýnd 2015. Það er Chadwick Boseman sem fer með hlutverk T’Challa, eða Svarta pardusins. Ævintýramyndin og vísindaskáldsag- an Annihilation er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Alex Garland sem vakti gríðarlega athygli árið 2014 með sinni fyrstu mynd Ex Machina , en mörgum þótti hún á meðal bestu mynda þess árs. Í þetta sinn hefur Alex greinilega úr mun meiri peningum að spila og það verður gaman að sjá útkomuna en myndin er byggð á bók eftir Jeff VanderMeer og í helstu hlutverkum eru Natalie Portman, Tessa Thompson, Oscar Isaac, Jennifer Jason Leigh og Gina Rodriguez. Nýjasta mynd Clints Eastwood, The 15:17 to Paris , er sannsöguleg mynd sem segir frá því þegar nokkrir far- þegar í lest á leið til Parísar unnu sannkallaða hetjudáð með því að stöðva morðóðan hryðjuverkamann áður en honum tókst að valda enn meiri skaða en hann olli. Eitt það merkilegasta við þessa mynd er að sumir leikarar í henni leika sjálfa sig og voru í lestinni þennan örlagaríka dag þegar atburðirnir gerðust. Það verður gaman að sjá hvernig Clint fer með þennan merkilega efnivið. The Shape of Water , hin lofaða mynd Guillermos del Toro, er einnig væntanleg í bíó í febrúar en hún er nú tilnefnd til sjö Golden Globe- verðlauna og á áreiðanlega eftir að hala inn fullt af tilnefningum til Óskarsverðlauna þegar að því kemur. Sally Hawkins leikur stærsta hlutverkið og þykir mögnuð eins og venjulega en í öðrum stærstu hlutverkunum eru þau Michael Shannon, Richard Jenkins, Octavia Spencer, Michael Stuhlbarg og David Hewlett. Þessa verða allir að sjá í bíó. Njósnatryllirinn Red Sparrow verður áreiðanlega hörkumynd en hún er byggð á samnefndri bók Jasons Matthews og er eftir leikstjórann Francis Lawrence sem gerði m.a. Constantine , I Am Legend , Water for Elephants og The Hunger Games - myndirnar Catching Fire og Mock- ingjay . Í aðalhlutverki er Jennifer Lawrence en í öðrum stórum hlut- verkum eru t.d. Joel Edgerton, Mary- Louise Parker, Ciarán Hinds, Jeremy Irons, Charlotte Rampling ogMatthias Schoenaerts. Skoðið stiklurnar! Hin umtalaða mynd The Phantom Thread er væntanleg í bíó í febrúar, en hún er nýjasta mynd Pauls Thomas Anderson sem á að baki myndir eins og Boogie Nights , Magnolia , There Will Be Blood , The Master og Inherent Vice . Þessi mynd, sem fór í takmarkaða dreifingu í Bandaríkjunum til að geta verið með í verðlaunakapphlaupinu í janúar, hefur hlotið frábæra dóma þeirra gagnrýnenda sem séð hafa og er t.d. komin með 9,4 í einkunn á Metacritic þegar þetta er skrifað og 9,1 á Imdb. Kíkið á flotta stikluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=