Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Nú árið er liðið ... Skandall ársins Það þarf ekki að leita langt að skandal ársins að þessu sinni en hann er að sjálfsögðu sú uppljóstrun dagblaðsins The New York Times í viðamikilli grein þann 5. október að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefði um árabil beitt tugi og jafnvel hundruð kvenna kynferðislegu ofbeldi þar sem hann nýtti sér völd sín og aðstæður til að fá sínu framgengt. Þeir sem höfðu aldrei heyrt þetta áður urðu slegnir og enn slegnari þegar í ljós kom að þessi svívirðilega framkoma mannsins hafði verið á vitorði margra í kvik- myndabransanum um áratugaskeið án þess að neitt væri gert til að stöðva hann. Allir vita hvað hefur síðan gerst og vonandi ber sú mikla alda uppljóstrana um þessi mál þann árangur að öllu slíku ofbeldi verði mætt af hörku í framtíðinni en það ekki bara þaggað niður eins og ljóst er að hefur margoft gerst. #HöfumHátt! Ræða ársins Ræða ársins að þessu sinni er óvenjuleg að tvennu leyti. Í fyrsta lagi er hún bara ein setning og í öðru lagi var hún haldin árið 2013! Ástæðan fyrir því að hún er samt ræða ársins 2017 hjá okkur hér á Myndum mánaðarins er að þótt þessi eina setning hafi vissulega vakið ein- hverja athygli einhverra á sínum tíma þá er það ekki fyrr en á þessu ári, í kjölfar skandals ársins, sem þorri almennings skilur um hvað hún snerist í raun. Ræðan var flutt af Seth MacFarlane þegar hann og Emma Stone voru að lesa upp tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna það ár. Eftir að hafa lesið upp nöfn þeirra fimm sem tilnefndar voru fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna bætti Seth við setningunni: „Til hamingju, þið fimm konur, þið þurfið ekki lengur að þykjast laðast að Harvey Weinstein.“ Setningin vakti hlátur einhverra viðstaddra og vafalaust hafa sumir þeirra vitað hvað Seth átti við með þessu en þeir voru miklu fleiri sem skildu ekki sneiðina og því síður innihald hennar og töldu þetta bara vera einhvern skrítinn brandara hjá Seth. Það er svo ekki fyrr en á þessu ári, eftir uppljóstranir The New York Times, að þessi setning Seths verður skiljanleg í huga allra og hafa myndböndin af því þegar hann segir þetta og viðbrögðin í salnum nú verið skoðuð ótal sinnum á YouTube. Í kjölfarið steig Seth svo fram og útskýrði á hverju hann byggði vitneskju sína sem varð til þess að hann ákvað að segja þetta, en um þá ástæðu má lesa í Gullkornunum hér hinum megin í blaðinu eða fletta því upp á netinu. Íslandstenging ársins 1 Íslandstengingar ársins að þessu sinni eru tvær. Sú fyrri er nýleg frétt bandaríska blaðsins Variety um að Jennifer Lawrence muni leika Agnesi Magnúsdóttur í mynd sem gera á eftir bók ástralska rithöfundarins Hönnuh Kent, Burial Rights , eða Náðarstund eins og sagan nefnist á íslensku. Agnes var, eins og flestir vita, hálshöggvin í janúar árið1830 í síðustu opinberu aftökunni á Íslandi og þykir bók Hönnuh um það mál og síðustu daga Agnesar ekkert minna en snilldarverk sem ástæða er til að hvetja alla Íslendinga til að lesa. Hermt er að Náðarstund verði í leikstjórn Luca Guadagnino, þess sama og gerði myndina Call Me by Your Name sem verður frumsýnd núna í janúar. Íslandstenging ársins 2 Seinni Íslandstenging ársins er frumsýning á fyrstu stiklu myndarinn- ar Mortal Engines en í henni leikur Hera Hilmarsdóttir eitt af aðalhlut- verkunum og er persóna hennar mjög áberandi í stiklunni. Myndin er framleidd af þeim hjónum Peter Jackson og Fran Welsh sem einnig skrifuðu handritið en það er byggt á samnefndri vísindaskáldsögu enska rithöfundarins Philips Reeve sem kom út árið 2001 og segir frá því þegar stórborgir heims vafra um eyðilendur Jarðar og éta upp alla bæi og þorp sem á vegi þeirra verða til að geta sjálfar lifað af. Hljómar undarlega, við vitum það, en kynnið ykkur endilega stikluna. Sendiherrar ársins Sendiherrar ársins að þessu sinni eru svo auð- vitað aðstandendur myndarinnar Undir trénu , bæði þeir sem voru fyrir framan vélarnar við gerð hennar og fyrir aftan. Myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018 og verður spennandi að sjá hvort hún hljóti náð fyrir augum þeirra sem taka endanlega ákvörðun um hvaða myndir verða tilnefndar sem besta erlenda mynd ársins. En hvort sem Undir trénu verður tilnefnd eða ekki þá getum við Íslend- ingar a.m.k. hugsað með brosi til viðbragða fólksins í bandarísku kvikmyndakaademíunni þegar það kynnist persónum myndarinnar, ekki síst henni Ingu sem Edda Björgvinsdóttir túlkar af snilld. Þar fer röskur sendiherra Íslands!

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=