Myndir mánaðarins - Desember 2017 - Bíó
24 Myndir mánaðarins Star Wars: The Last Jedi Ævintýri Finndu kraftinn Aðalhlutverk: Daisy Ridley, John Boyega, Mark Hamill, Adam Driver, Oscar Isaac, Domhnall Gleeson, Andy Serkis, Carrie Fisher, Kelly Marie Tran og Gwendoline Christie Leikstjórn: Rian Johnson Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Selfossbió, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 137 mín Veistu svarið? Eins og allir Star Wars -aðdáendur vita þá var hinn ógnvekjandi Svarthöfði, eða Darth Vader, fyrrver- andi jedi-riddari og faðir Lukes Skywalker. En hvert var hið raunverulega skírnarnafn Svarthöfða? Anakin. Frumsýnd 14. desember Punktar .................................................... l Níundi og jafnframt síðasti kafli Star Wars -sögunnar er væntan- legur í desember 2019 en í maí á næsta ári, fáum við að sjá þriðju hliðarsöguna. Hún nefnist Solo: A Star Wars Story og segir eins og heitið bendir til frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker í fjórða kafla sögunnar, A New Hope . l Aðdáendur Star Wars -myndanna þurfa þó ekki að örvænta því nýlega var tilkynnt að von væri á nýjum Star Wars -þríleik, en eftir því sem okkur skilst mun hann gerast á allt öðrum stað í óravíddum alheimsins og tengist ekki þeirri atburðarás sem við þekkjum. l Fyrir utan þá sem tilgreindir eru í kreditlistanum hér bregður nokkrum öðrum þekktum leikurum fyrir í myndinni í misstórum hlutverkum og má þar nefna þau Benicio Del Toro, Lupitu Nyong'o, Joseph Gordon-Levitt, TomHardy, Justin Theroux ogWarwick Davis. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-ridd- ari heldur Rey á vit ævintýra ásamt Luke Skywalker, Leiu prins- essu og hinum dyggu Poe og Finn þar sem þau eiga eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin. The Last Jedi er eins og allir sjálfsagt vita áttundi kafli Star Wars - ævintýrsins og hefst að því er við best vitum þar sem síðasta kafli, The Force Awakens , endaði. Sú mynd sló öll fyrri aðsóknarmet Star Wars -myndanna og er í dag þriðja tekjuhæsta mynd sögunnar á eftir Avatar og Titanic . Hvort The Last Jedi eigi eftir að gera betur skal ósagt látið en það er þó margt sem bendir til að hún geri það. Eitt af því sem gerir eftirvæntinguna mikla er að sagan í The Last Jedi er sögð taka mjög óvænta stefnu sem á eftir að koma jafnvel hörðustu aðdáendum á óvart. Við vitum ekki frekar en aðrir hvaða óvænta stefna þetta er en í frábærum stiklunum er ýmislegt gefið í skyn, þar á meðal það að Rey eigi jafnvel eftir að ganga til liðs við hin myrku öfl og snúast gegn eigin fólki. Því trúum við þó tæplega upp á hana en verðum eins og aðrir að bíða frumsýningarinnar til að uppgötva sannleikann og svarið við spurningunni sem brennur á mörgum: Hver er þessi síðasti jedi sem heiti myndarinnar vísar í? Eftir því sem við best vitum hefst myndin þar sem The Force Awakens endaði, þ.e. á eyjunni þar sem Rey hittir Luke Skywalker í fyrsta sinn. Star Wars: The Last Jedi Rey ásamt tveimur af dyggustu stuðningsmönnum sínum, stormsveitarmanninum fyrrverandi Finn og Rose Tico. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=