Myndir mánaðarins - Desember 2017 - Bíó

22 Myndir mánaðarins I, Tonya Sannsögulegt Hneykslið sem skók íþróttaheiminn Aðalhlutverk: Margot Robbie, Sebastian Stan, Allison Janney, Bojana Novakovic, Caitlin Carver, Mckenna Grace, Julianne Nicholson, Paul Walter Hauser og Bobby Cannavale Leikstjórn: Craig Gillespie Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri 119 mín Veistu svarið? Tonya Harding sjálf á sinn þátt í myndinni en hún veitti bæði Margot Robbie og leikstjóranum Craig Gillespie upplýsingar og góð ráð við gerð hennar og var ánægð með útkomuna. En fyrir hvaða skauta- tæknilega afrek varð Tonya heimsfræg árið 1991? Hún varð fyrsta konan til að framkvæma stökk með þreföldum snúningi, svokallað „Triple Axel“-stökk. Frumsýnd 8. desember Punktar .................................................... l Fyrir utan að fjalla um árásina á Nancy Kerrigan fá áhorfendur einnig innsýn í líf Tonyu Harding allt frá æsku þegar hún var rekin áfram af harðsvíraðri móður sinni, LaVonu Golden, sem Allison Janney túlkar af snilld. I, Tonya er mynd sem ekkert kvikmynda- áhugafólk ætti að láta fram hjá sér fara, enda frábær bíóupplifun. Kvikmyndin I, Tonya , semmargir hafa þegar tilnefnt sem eina af bestu myndum ársins 2017, segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. I, Tonya , semer eftir leikstjórannCraigGillespie ( Larsand theRealGirl , Million Dollar Arm , The Finest Hours ) og gerð eftir handriti Stevens Rogers ( Stepmom , Kate & Leopold , P.S. I Love You ), var fumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún hlaut frábæra dóma. Þótt myndin sé sannsöguleg er hún um leið svört kómedía þar sem leikhópurinn, með þeim Margot Robbie, Sebastian Stan og Allison Janney í broddi fylkingar, þykir fara á algjörum kostum. Rannsókn lögreglunnar á árásinni á Nancy Kerrigan leiddi fljótlega í ljós að þar hafði verið að verki maður að nafni Shane Stant og hafði hann verið ráðinn til þess af lífverði og fyrrverandi eiginmanni helsta keppinautar Nancyar, Tonyu Harding, þeim Shawn Eckhardt og Jeff Gillooly. Með árásinni vildu þeir tryggja að Nancy heltist úr leik í samkeppninni umólympíusæti í liði Bandaríkjanna semkeppa átti á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar þetta sama ár. Sjálf harðneitaði Tonya að hafa komið nálægt árásinni eða vitað hvað til stæði og svo fór að þær Nancy kepptu báðar á Ólympíu- leikunum enda var Nancy fljót að jafna sig. En málinu var langt frá því að vera lokið og uppákomurnar sem fylgdu urðu kostulegar ... Margot Robbie leikur titilhlutverkið í I, Tonya , skautadrottninguna Tonyu Harding, og er spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Þess má geta að hún leikur sjálf í öllum skautaatriðummyndarinnar. I, Tonya Sebastian Stan leikur fyrrverandi eiginmann Tonyu, en hann átti hvað stærstan þátt í árásinni sem gerð var á Nancy Kerrigan. Allison Janney er eins og Margot Robbie spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna, en hún leikur móður Tonyu, hina grimmúðlegu LaVonu Golden.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=