Myndir mánaðarins - Desember 2017 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt í janúar Það má telja nokkuð ótrúlegt að þau Tom Hanks og Meryl Streep skuli aldrei hafa leikið saman í mynd áður enda hafa þau bæði verið á meðal fremstu og vinsælustu leikara Bandaríkjanna um áratugaskeið, Meryl allt frá því hún sló í gegn árið 1978 í The Deer Hunter og Tom síðan hann sló í gegn í Splash árið 1984. Á þessu hefur nú orðið breyting því þau leika aðalhlutverkin í nýjustu mynd Stevens Spielberg, The Post , sem fer í takmarkaða dreifingu í Bandaríkjunum fyrir áramót svo hún verði gjaldgeng til Óskarsverðlauna en í almenna dreifingu 19. janúar. Myndinni hefur verið spáð góðu gengi í kvik- myndahúsum sem og á verðlaunahátíðum og þau Meryl og Tom eru bæði ofarlega á lista yfir þá leikara sem lík- legastir þykja til að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en þau verða að þessu sinni afhent sunnudaginn 4. mars. The Post er sannsöguleg mynd sem gerist að mestu árið 1971 en á fyrri hluta þess árs komust blaðamenn á dagblöðunum The Washington Post og The New York Times yfir ríkistrúnaðarskjöl sem allar götur síðan hafa verið kölluð „The Pentagon Papers“. Gögnin innihéldu m.a. viðamiklar upplýsingar um afskipti Bandaríkjastjórnar af innan- ríkismálefnum Víetnam, bæði pólitískum og hernaðarlegum, allt frá árinu 1945 og átti þessi gagnaleki eftir að valda gríðarlegum skjálfta í æðsta stjórnkerfi Bandaríkjanna. The New York Times reið á vaðið með birtingu upplýsinga úr þessum gögnum og The Washington Post, sem var á þessum tíma undir ritstjórn Brads Bradlee, fylgdi í kjölfarið. Ríkisstjórnin brást við með því að krefjast lögbanns á birtingu frekari upplýsinga úr skjölunum eða hún myndi að öðrum kosti lögsækja bæði ritstjóra og eigendur blað- anna með öllum ráðum, jafnvel fyrir landráð. Við tók gríðarleg barátta, annars vegar blaðanna sem töldu sig hafa rétt á að birta þessar upplýsingar vegna hagsmuna almenn- ings og prentfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og hins vegar ríkisstjórnar Nixons og lögfræðingateymis hennar sem eins og áður hótaði því fullum fetum að ákæra þá sem birtu upplýsingarnar fyrir landráð. Slík ákæra, hefðu dómarar síðan tekið undir réttmæti hennar, hefði ekki bara gert út af við blöðin heldur komið bæði ritstjórum, blaðamönnum og eigendum blaðanna í margra ára fangelsi, jafnvel til áratuga. Tom Hanks leikur Brad Bradlee í myndinni, en hann var harður stuðningsmaður þess að Washington Post birti upplýsingarnar þrátt fyrir hótanir ríkisstjórnarinnar. Þá ákvörðun gat hann samt ekki tekið án samþykkis eigendanna, en fyrir þeim fór Katharine Meyer Graham, alltaf kölluð Kay Graham, sem Meryl Streep leikur í myndinni. Kay var auðvitað á milli steins og sleggju í málinu því þótt hún vildi í sjálfu sér fylgja ritstjóra blaðsins að málum og láta hann taka ákvörðunina um birtingu upplýsinganna þá var Washington Post fjölskyldufyrirtæki og hún átti að sjálfsögðu í erfiðleikum með þá ákvörðun að leggja það undir. En lokaákvörðunin var samt hennar og hana varð að taka, af eða á. Þess má geta að Kay Graham fór fyrir eigendahópi The Washington Post í tvo áratugi og var einnig við stjórnvölinn þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein komust á snoðir um þau mál sem leiddu til Watergate-hneykslisins, en það felldi Richard Nixon af forsetastóli þremur árum eftir atburðina sem greint er frá í The Post . Það má því segja að það sem gerist í The Post setji Watergate-málið að vissu leyti í víðara samhengi. Nýjasta mynd spennumyndaleik- stjórans Jaumes Collet-Serra verður frumsýnd19.janúarefaðlíkumlætur og eftir að hafa gert hákarlatryllinn The Shallows með Blake Lively í aðalhlutverki hefur hann nú á ný fengið LiamNeeson til liðs við sig, en Liam lék eins og flestir vita í mynd- um hans Run All Night , Non-Stop og Unknown . Í aðalkvenhlutverkinu er Vera Farmiga , en hún er líka gömul samstarfskona Jaumes eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í mynd hans Orphan árið 2009. Nýja myndin nefnist The Commuter og segir frá manni einum, Michael McCauley, sem í tíu ár hefur ferðast með sömu lestinni í vinnuna og aftur til baka og er því öllu vanur hvað þær lestarferðir snertir, eða það heldur hann. Einn daginn í lestinni sest hjá honum kona sem kynnir sig sem Joönnu. Þau taka tal saman og í ljós kemur að Joanna settist ekki hjá honum af tilviljun heldur vill hún að hann leysi ákveðið verkefni fyrir sig sem snertir einn af farþegum lestarinnar. Verkefnið er hins vegar nokkuð óljóst, en eftir því sem Michael kemst næst þarf hann að finna einhvern farþega í lestinni„sem á ekki heima þar“. Í fyrstu hafnar Michael að íhuga þetta „verkefni“ eitthvað frekar en þegar honum býðst sjötíu og fimm þúsund dollara greiðsla í seðlum renna á hann tvær grímur. Hann stingur peningunum á sig og er þar með orðinn skuld- bundinn til að leysa verkefnið – sem að sjálfsögðu á eftir að reynast lífshættulegt, ekki bara fyrir hann heldur einnig alla fjölskyldu hans. En um hvað snýst það eiginlega? Meryl Streep, Steven Spielberg og Tom Hanks ræða hér saman við gerð myndarinnar The Post sem verður frumsýnd á Íslandi 19. janúar, en henni er spáð mjög góðu gengi. Ef allar áætlanir ganga upp þá gæti verið von á þremur nýjum íslenskummyndum í kvikmyndahúsin í janúar. Fyrsta skal telja myndina Svaninn eftir Ásu Hjörleifsdóttur, en hún er byggð á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991. Í öðru lagi er það myndin Andið eðlilega eftir Ísold Ugga- dóttur, en hún segir frá hælisleitanda frá Úganda á leið til Kanada semmillilendir í Leifsstöð en lendir í hremmingum þegar hann er kyrrsettur þar vegna ófullnægjandi skilríkja. Þriðja myndin er svo eftir Ara Alexander Ergis Magnússon, Mihkel , en um hana höfum við áður skrifað. Sú mynd bygg- ist á líkfundarmálinu svokallaða, eða öllu heldur sækir innblásturinn í það, en það mál komst í hámæli eftir að lík manns fannst í höfninni í Neskaupstað, vafið í plastpoka og auðsjáanlega komið þar fyrir af einhverjum. Við kynnum að sjálfsögðu allar þessar myndir betur í næsta blaði ef áætlanir um frumsýningardaga ganga eftir en nú er bara að fletta áfram og kynna sér þær myndir sem kvikmyndahúsin bjóða upp á í desember ...
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=