Page 7 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Útgáfa mynda á Blue Ray-sniði fer stöðugt vaxandi enda sífellt fleiri sem kjósa þessa tegund mynddiska umfram DVD-sniðið þar sem sífellt fleiri fá sér nú háskerpusjónvörp (HD) til að geta notið bestu mögulegu gæða heima í stofu.

Því er spáð að Blue Ray-sniðið muni á næstu misserum taka fram úr DVD í útgáfumagni og þótt bæði sniðin eigi ef tir að vera fáanleg næstu árin telja flestir að DVD-sniðið muni að lokum nánast hver fa af markaðnum, rétt eins og vínilplöturnar gerðu og VHS-spólurnar, þó með þeim mun að DVD-sniðið verður áfram spilanlegt í Blue Ray-spilurum

Við hér á Myndum mánaðarins ætlum að fylgja þessari þróun dálítið ef tir með því að tiltaka

sérstaklega í næstu blöðum þær myndir sem koma út á Blue-Ray hverju sinni. Um leið hvetjum við kvikmyndaunnendur sem hafa ekki ger t það nú þegar að kynna sér málið og byrja þannig strax að undirbúa sig undir framtíðina í þessum efnum.

Um leið óskum við ef tir tillögum að íslensku heiti yfir Blue Ray-sniðið. Hið augljósa „blágeisla“-heiti kemur auðvitað til greina, en kannski lumar einhver lesandi á enn betra orði sem gæti fest rætur í íslensku.

Þeir sem vilja koma með tillögu að íslensku heiti á Blue Ray eru hvattir til að fara inn á Fésbókarsíðu Mynda mánaðarins, facebook.com/myndirmanadar ins , og leggja hana inn á vegginn.

Blue Ray í apríl

Jack and Jill - Bls. 16

Alvin og íkornarnir 3 - Bls. 24

Puss in Boots - Bls. 17

MI4: Ghsot Protocol - Bls. 28

New Year’s Eve - Bls. 18

The Girl With the Dragon Tattoo - Bls. 30

Page 7 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »