This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »28 myndir mánaðarins
• Aðalframleiðendur Mission Impossible: Ghost Protocol eru þeir Tom Cruise sjálfur og J.J. Abrams sem síðast sendi frá sér hina stórgóðu mynd Super 8 , og var einnig aðalmaðurinn á bak við
Lost -seríuna vinsælu.
• Leikstjórinn Brad Bird hefur hingað til haldið sig við gerð teikni-mynda en hann gerði m.a. Ratatoullie, The Incredibles og The Iron Giant . Mission Impossible: Ghost Protocol er fyrsta myndin sem hann leikstýrir þar sem persónurnar eru raunverulegar en ekki teiknaðar.
Mission Impossible: Ghost Protocol
PUNKTAR ............................................
Mission Impossible: Ghost Protocol
spenna
Útgáfudagur: 26. apríl
Veistu svarið?
Mission Impossible: Ghost Protocol er 33. mynd Tom Cruise, en þær hafa festar náð miklum vinsældum. Hvernig væri nú að fara í Tom Cruise-keppni og sjá hver í vinahópnum getur nefnt festar Tom Cruise-myndirnar án þess að svindla?
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Paula Patton, Ving Rhames og Tom Wilkinson Leikstjórn: Brad Bird
Útgefandi: Samflm
Engin áætlun. Engin aðstoð. Ekkert val.
Ethan Hunt er mættur til leiks á ný í fjórðu Mission Impossible -myndinni og hefur aldrei áður glímt við jafn erfitt mál og aðstæður og í þetta sinn.
Árásir hryðjuverkahópa halda áfram víða um heim og í einni slíkri hrinu, sem veldur gríðarlegu tjóni og banar fjölda manns, vakna grunsemdir um að IMF, leyniþjónustan sem Ethan starfar fyrir, sé viðriðin málið. Svo fer að stjórnvöld ákveða að loka á alla starfsemi IMF á meðan málið er rannsakað frekar.
Ethan Hunt veit hins vegar að grunsemdir um þátttöku IMF í hryðjuverkum eiga við engin rök að styðjast heldur hljóta hér að vera á ferðinni valdamiklir aðilar sem vilja ryðja honum og hans fólki úr vegi á meðan þeir ljúka við verkefni sitt, hvað sem það nú annars er.
Með aðeins þrjá starfsfélaga sér við hlið, eftir að yfirmaður hans er myrtur, ákveður Ethan að leggja til atlögu við ofur-eflið, vitandi það að annað hvort tekst honum að fletta ofan af samsærinu eða bæði hann og félagar hans munu deyja ...
This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »