Page 20 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

20 myndir mánaðarins

• Þetta er í annað skipti sem Phyllida Lloyd leikstýrir Meryl Streep því það gerði hún líka í söngleiknum Mamma Mia .

• Sjálfur Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, „leikur“ í myndinni, en hann og Margaret voru ekki bara samherjar í skoðunum á mörgum sviðum heldur líka miklir persónulegir vinir.

The Iron Lady

PUNKTAR ............................................

The Iron Lady

Sannsögulegt

Útgáfudagur: 12. APRÍL

Veistu svarið?

Engin leikkona sögunnar hefur verið tilnefnd jafnoft til Óskars-verðlauna og Meryl Streep, eða 17 sinnum samtals. Þar af hefur hún þrisvar hlotið sjálf verðlaunin, fyrir myndina

Kramer vs. Kramer árið 1980, fyrir þessa mynd sem hér er kynnt og fyrir mynd sem var gerð árið 1982 og bar nafn titilpersónunnar. Hvað heitir hún?

Aðalhlutverk: Meryl Streep, Jim Broadbent, Richard E. Grant, Iain Glenn, Harry Lloyd og Anthony Head Leikstjórn: Phyllida Lloyd Útgefandi: Myndform

Engar málamiðlanir!

The Iron Lady er afar skemmtileg mynd sem hlaut tvenn Óskarsverðlaun, annars vegar fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna (Meryl Streep) og hins vegar fyrir bestu förðun.

Í myndinni er farið yfr sögu Margaretar Thatcher og reynt að varpa ljósi á bakgrunn hennar, leiðina í stól forsætisráðherra Bretlands þar sem hún sat frá 1979 til 1990, baráttu hennar við karlaveldi breska þingsins fyrir bættum kjörum kvenna og endalausan metnaðinn sem hún bar í brjósti fyrir hönd bresku þjóðarinnar.

Þess utan er skyggnst á bak við tjöldin því Margaret var ekki bara ein áhrifamesta kona heims á sínum tíma heldur einnig móðir, húsmóðir og eiginkona.

Fræg ummæli Margaretar Thatcher:

„Það getur vel verið að maður klifri á toppinn fyrir sjálfan sig, en þar reisir maður svo fána þjóðar sinnar.“

„Hanarnir gala, en það eru hænurnar sem verpa eggjunum.“

„Að hafa völd er eins og að vera fáguð kona. Ef þú þarft að segja að þú sért það, þá ertu það ekki.“

„Ef þú vilt láta segja eitthvað, fnndu mann. Ef þú vilt láta gera eitthvað, fnndu konu.“

„Ósigur? Ég veit ekki merkingu þess orðs.“

Empire ***

Page 20 - DVD_april_netutgafa

This is a SEO version of DVD_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »