Page 4 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

myndir mánaðarins

219. tbl. Apríl 2012

Útgefandi: Myndmark, Síðumúli 29, 108 Reykjavík, sími 581-1433

Heimasíða: www.kvikmyndir.is / myndmark@islandia.is

Ábyrgðarmaður : Stefán Unnarsson

Ritstjórn / Texti: Bergur Ísleifsson / grefllinn.com

Umbrot / Filmuvinnsla: Ólafur Þórisson / olinn.net

Próförk: Veturliði Óskarsson

Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja

Upplag: 29.200 eintök    

Það hefur verið í byrjun apríl árið 1995 sem ég skellti mér í Regnbogann til að sjá umdeilda mynd.

Í fyrsta lagi hafði þessi mynd fengið afar góða dóma festra gagnrýnenda. Í öðru lagi hafði hún foppað í bandarískum kvikmyndahúsum. Í þriðja lagi hafði hún verið tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna án þess að hljóta ein einustu af þeim.

Menn undruðu sig á þessu. Hvernig stóð á áhuga-leysi bandarískra kvikmyndaunnenda á svona góðri mynd sem ætti að höfða til svo margra? Hvers vegna mættu þeir ekki? Af hverju hlaut hún engin Óskars-verðlaun? Ein skýringin á áhugaleysinu var sú að heiti myndarinnar, The Shawshank Redemption , hefði ruglað fólk í ríminu. Hvað þýddi það eiginlega?

Ekkert vissi ég um það enda hvorki búinn að sjá myndina né lesa mér sérstaklega til um hana því enn var t.d. heilt ár í að ég fengi mína fyrstu net-tengingu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað myndin fjallaði þegar ég settist í sætið í nánast tómum sal í Regnboganum.

Og þarna sat ég og horfði á þessa mynd sem hafði ekki hlotið nein Óskarsverðlaun og foppað í bandarísku kvikmyndahúsunum haustið áður. Ég átti satt best að segja von á að sjá út af hverju.

Ég man að þegar myndinni var lokið tókust á innra með mér tvær ólikar tilfnningar. Annars vegar þessi

ALSÆLA sem grípur kvikmyndaunnendur eins og mig þegar við sjáum myndir eins og Shawshank Redemption og föllum í staf yfr tærri snilldinni og hins vegar var það ÖSKUREIÐI yfr því að svona góð mynd skyldi fara fram hjá svona mörgum. Hvað var að fólki eiginlega?

Punkturinn? Enginn eiginlega. Mér dettur þetta bara alltaf í hug þegar ég skoða topp 250-listann á Imdb. com yfr bestu myndir allra tíma.

- Ritstjóri.

Nostalgía mánaðarins ...

4 myndir mánaðarins

Page 4 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »