This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »Grimmd - Sögur af einelti
Heimildarmynd
Eittdæmi ereinudæmi ofmikið
Mögnuð verðlaunamynd sem segir sögur fmm bandarískra ungmenna sem þurftu að þola mikið einelti og hvernig sum þeirra tókust á við það á meðan önnur buguðust.
Ofbeldi það gagnvart fólki sem felst í einelti er gríðarlegt vandamál sem árlega bitnar á milljónum, oft með skelflegum afeiðingum fyrir þá sem fyrir því verða og fjölskyldur þeirra.
Hér er komin mynd sem í raun ætti að vera skylduverkefni að sjá því baráttan gegn eineltinu felst fyrst og fremst í uppfræðslu og skilningi, bæði þeirra sem beita því, oft án þess að vita hvað þeir eru að gera, og annarra. Mikilvægt er að sem festir geti greint slíkt ofbeldi strax í byrjun og vonandi lagt sitt af mörkum til að stöðva það í fæðingu.
Það er nefnilega svo að margir sem verða vitni að einelti misskilja það sem „eðlilega“ stríðni eða strákapör, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut, án þess að gera sér nokkra grein fyrir afeiðingum þess fyrir fórnarlambið.
Þess háttar misskilningur skapar afskiptaleysi og jafnvel óbeina þátttöku sem getur í raun verið jafnskaðleg og ofbeldið sjálft. Einelti er ekki einkamál gerenda og þolenda, heldur samfélagsmein sem allt fólk á öllum aldri þarf að taka höndum saman við að stöðva.
Frumsýnd: 27. apríl
• Í tengslum við þessa mynd hefur verið opnuð alveg einstaklega upplýsandi vefsíða á www.thebullyproject.com sem allir ættu að kynna sér og hjálpa öðrum að kynnast, til dæmis með því að deila henni á Facebook og öðrum samskiptavefjum.
• Hér með er skorað á alla Íslendinga að sjá þessa mögnuðu mynd og láta sig málið varða.
Veistu svarið?
Samkvæmt vefsíðunni www.thebullyproject.com þurfa þrettán milljón börn og unglingar að þola einelti af einhverju tagi í skólum Bandaríkjanna á ári hverju. Þrjár milljónir sleppa því að fara í skólann í hverjum mánuði af sömu ástæðu. Væru þessar tölur uppfærðar á Ísland, hversu mörg börn og unglingar væru þá í sömu sporum hér á landi?
Grimmd - Sögur af einelti
Heimildarmynd eftir Lee Hirsch Bíó: Háskólabíó
PUNKTAR ............................................
38 myndir mánaðarins
This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »