This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
The Cabin in the Woods
Spenna
Ekkert ereinsogþaðsýnist
Fimm félagar, þrír strákar og tvær stelpur, ákveða að slaka á í afskekktum skógarkofa og hafa það náðugt. Þú heldur að þú vitir hvað gerist næst, en þú hefur rangt fyrir þér.
Það eru þeir Drew Goddard og Joss Whedon sem færa okkur hér mynd sem spáð er að verði einn af óvæntari smellum ársins í kvikmyndahúsum. Hér taka þeir eina af þekktustu klisjum hroll-vekjumyndanna og leika sér að því að snúa henni á hvolf þannig að útkoman, sem er bæði fyndin og æsispennandi í senn, kemur heldur betur á óvart.
Fimm vinir, þau Holden, Curt, Dana, Jules og Marty, ákveða að ferðast saman út úr bænum eina helgi og skemmta sér áhyggjulaus fjarri mannabyggðum.
Þau halda af stað full tilhlökkunar, villast og þurfa að spyrja sóðalega sérvitringinn á bensínstöðinni (sem gæti ekki verið staðsett á undarlegri stað) til vegar.
Sá varar þau við að hann geti vissulega sagt þeim hvernig þau komist á áfangastað en ekki hvernig þau komist þaðan aftur.
En vinirnir fmm láta viðvörun sérvitra bensínsölukarlsins sem vind um eyru þjóta og þegar þau fnna loksins skógarkofann sjá þau ekki betur en að þau séu komin í hina fullkomnu helgarparadís.
En brátt fara undarlegir hlutir að gerast ...
Frumsýnd: 20. apríl
• Þeir Drew Goddard og Josh Whedon, aðalmennirnir á bak við gerð myndarinnar, hafa saman og hvor í sínu lagi afar farsælan feril að baki og á kreditlista þeirra eru t.a.m. sjónvarpsþættirnir um Buffy vampírubana, Angel - og
Lost -þættirnir, kvikmyndin Cloverfeld og hin væntanlega
Avengers sem verður einnig frumsýnd núna í apríl og kynnt er hér aftar í blaðinu.
Veistu svarið?
Árið 1996 var kvikmyndin Scream frumsýnd í kvikmyndahúsum og kom um leið með ferska strauma inn í annars tiltölulega staðnaðan heim hrollvekjumynda á þeim tíma, svipað og virðist ætla að verða uppi á teningnum með A Cabin in the Wood
núna. En hver leikstýrði Scream ?
The Cabin in the Woods
Aðalhlutverk: Richard Jenkins, Bradley Whitford, Jesse Williams, Kristen Connolly, Anna Hutchinson og Chris Hemsworth Leikstjórn: Drew Goddard Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Akureyri.
PUNKTAR ............................................
34 myndir mánaðarins
This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »