Page 32 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Mirror Mirror

Gaman

... hver fegurst erá landi hér?

Ævintýrið umMjallhvíti og dvergana sjö, stjúpmóðurina vondu, aðstoðarfólk hennar og prinsinn sem verður ástfanginn af Mjallhvíti lifnar við í þessari litríku og léttu grínútfærslu leikstjórans Tarsems Singh.

Þegar drottning ríkisins deyr fær konungurinn sér nýja drottningu sem reynist heldur betur fagð undir fögru skinni, og göldrótt þar að auki. Hún einsetur sér að ná öllum völdum í ríkinu og er á góðri leið með að takast það þegar hún verður yfr sig afbrýðisöm út í stjúpdóttur sína, Mjallhvíti, sem er ekki bara fallegri en hún heldur líka réttborinn arftaki krúnunnar.

Hin illviljaða drottning ákveður því að láta aðstoðarmann sinn fara með Mjallhvíti út í skóg og tryggja að hún eigi ekki afturkvæmt.

Það verður Mjallhvíti hins vegar til lífs að vera bjargað af nokkrum dvergum sem kenna henni síðan sitthvað um lífð og tilveruna.

En þegar drottningin uppgötvar að Mjallhvít er enn á líf ákveður hún að grípa til miður skemmtilegra ráða ...

Frumsýnd: 18. apríl

• Leikkonan Lily Collins sem leikur Mjallhvíti í Mirror Mirror er dóttir tónlistarmannsins Phils Collins og Jill Tavelman. Þetta er fjórða mynd Lilyar sem margir telja að sé ein af stórstjörnum framtíðarinnar, en hún varð 23 ára þann 18. mars síðastliðinn.

• Armie Hammer, sem leikur prinsinn í Mirror Mirror , er fæddur árið 1986 og er einn af eftirtektarverðustu leikurum Bandaríkjanna nú um stundir. Hann lék m.a. tvíburabræðurna Tyler og Cameron í The Social Network og nú síðast Clyde Tolson, helsta samverkamann J. Edgars Hoover í myndinni J. Edgar .

Veistu svarið?

Þetta er í annað sinn sem Julia Roberts leikur persónu úr ævintýri, en það gerði hún einnig árið 1991 í mynd sem Steven Spielberg leikstýrði og skartaði þeim Robin Williams og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Hvaða litlu persónu lék Julia í þeirri mynd?

Mirror Mirror

Aðalhlutverk: Julia Roberts, Lily Collins, Armie Hammer, Sean Bean, Nathan Lane og Mare Winningham Leikstjórn: Tarsem Singh Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri

PUNKTAR ............................................

32 myndir mánaðarins

Page 32 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »