Page 30 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

21 Jump Street

gaman

Og þeir sem héldu að þetta yrði auðvelt

Sprenghlægileg mynd um tvo nýútskrifaða en misheppnaða lögreglumenn sem eru sendir aftur í skólann til að komast að því hver beri ábyrgð á eiturlyfjadreifngu þar.

Það eru þeir Channing Tatum og Jonah Hill sem fara á kostum í hlutverkum lögreglumannanna tveggja, þeirra Jenkos og Schmidts. Þeir eru gamlir skólafélagar sem elduðu saman grátt silfur í þá daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum.

Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að handsama þar afbrotamann en gera það af slíkum klaufaskap að honum er sleppt rakleiðis aftur út í samfélagið.

Í kjölfarið fá þeir Jenko og Schmidt annað verkefni. Þar sem þeir líta út eins og skólastrákar er ákveðið að senda þá í dulargervi inn í framhaldsskóla einn þar sem allt virðist löðrandi í fíkniefnum. Verkefni félaganna felst í að fnna uppsprettu þessara fíkniefna og höfuðpaurinn í leiðinni.

Eins og áður ferst þeim kumpánum þetta verkefni sérlega illa úr hendi til að byrja með en hver veit nema þeir eigi eftir að taka sig á?

Frumsýnd: 18. apríl

• Channing Tatum þykir sína á sér glænýja hlið í hlutverki hins vitgranna Jenkos sem hefur þó vit á að þiggja vináttu Schmidts, síns gamla óvinar. Það er orðið ljóst að Channing er stórstjarna framtíðarinnar.

• Efni myndarinnar er sótt í vinsæla sjónvarpsþætti sem gerðir voru á árunum 1987-1991 og skörtuðu m.a. Johnny Depp í stóru hlutverki, en hann kemur einmitt fram í þessari nýju mynd í smáhlutverki.

Veistu svarið?

Svokallaðar félagamyndir, eða „Buddy“-myndir eins og þær eru kallaðar á ensku, eru sannarlega ekkert nýtt fyrirbrigði. Ein sú allra vinsælasta fyrr og síðar var gerð árið 1982 og heitir 48 Hrs . Það var Eddie Murphy sem lék þar annan „félagann“. Hver lék hinn?

21 Jump Street

Aðalhlutverk: Channing Tatum, Jonah Hill, Jake M. Johnson, Ice Cube, Ellie Kemper og Dave Franco Leikstjórn: Chris Miller og Phil Lord Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og

Borgarbíó, Akureyri PUNKTAR ............................................

Fyrsta handtaka þeirra Schmidts og Jenkos fer illilega úrskeiðis.

30 myndir mánaðarins

Page 30 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »