Page 28 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

The Cold Light of Day

Spenna

Sannleikurinngetur veriðhættulegur

Spennumynd um ungan mann sem kemur til Spánar til að hitta fjölskyldu sína en lendir fjótlega í baráttu upp á líf og dauða við öf sem eru honum ókunnug.

Það eru þau Henry Cavill, Bruce Willis og Sigourney Weaver sem fara með aðalhlutverkin í þessum spennutrylli sem leikstýrt er af franska leikstjóranum Malbrouk El Mechri.

Það verða fagnaðarfundir á fugvellinum þegar hinn bandaríski Will Shaw lendir þar og hittir fjölskyldu sína í fyrsta sinn í langan tíma. Framundan er frí sem nota á til afslöppunar og til að treysta fjölskylduböndin.

Fljótlega eftir komuna fer Will ásamt föður sínum og móður út fyrir landsteinana á lítilli snekkju. Hann ákveður síðan að synda í land til að sinna smáerindi en þegar hann snýr til baka í snekkjuna eru foreldrar hans horfnir og allt bendir til að komið haf til harðra átaka um borð í snekkjunni.

Will verður að sjálfsögðu afar óttasleginn um afdrif fjölskyldunnar og gerir það fyrsta sem honum dettur í hug, þ.e. að leita aðstoðar lögreglunnar.

Það á hins vegar eftir að koma í ljós að hér er ekki allt sem sýnist og brátt snýst leit Wills að sannleikanum upp í baráttu við að bjarga sínu eigin líf um leið og honum verður ljóst að líf allra í fjölskyldunni hangir á bláþræði ...

Frumsýnd: 13. apríl

• The Cold Light of Day er tíunda myndin sem Henry Cavill leikur í en áður hafa kvikmyndaunnendur meðal annars séð hann í mynunum Immortals, Whatever Works, Stardust og

Tristan + Isold , auk þess sem hann lék annað aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Tudors.

Veistu svarið?

Bruce Willis er í miklu stuði þessa dagana og bara á þessu ári verða frumsýndar einar sjö myndir sem hann leikur aðalhlutverk, eða a.m.k. stór hlutverk í. Á næsta ári verður svo frumsýnd nýjasta

Die Hard -myndin, AGoodDay ToDie Hard , þar semBruce endur-tekur hlutverk sitt sem hinn eitilharði ...?

The Cold Light of Day

Aðalhlutverk: Henry Cavill, Bruce Willis, Sigourney Weaver, Jim Piddock, Caroline Goodall og Verónica Echegui Leikstjórn:

Malbrouk El Mechri Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Kefavík

PUNKTAR ............................................

28 myndir mánaðarins

Page 28 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »