Page 26 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Battleship

Spenna

BaráttanumJörðinabyrjaráhafinu

Grimmar geimverur hafa ráðist á Jörðina og þar með mannkynið með gríðarlega öfugum vopnum sem ekki er gott að sjá hvernig mannlegur máttur fær ráðið við.

Það eru þau Taylor Kitsch, Liam Neeson, Alexander Skarsgård, Rihanna, Brooklyn Decker og Peter MacNicol sem fara með aðalhlutverkin í myndinni sem leikstýrt er af Peter Berg ( Friday Night Lights, Hancock ).

Það er á ósköp venjulegum degi sem fyrsta árásin er gerð. Skyndilega fellur risastór vígahnöttur til jarðar og hreinlega rífur allt í sundur sem fyrir honum verður. Í kjölfarið fylgja svo margir svona hnettir með ólýsanlegri eyðileggingu og manntjóni.

Ráðamönnum verður strax ljóst að árásin er ekki af þessum heimi og að tilgangur hennar er að útrýma öllu mannlegu líf. Um leið kemur í ljós að meginfoti geimveranna hefur komið sér fyrir undir yfrborði hafsins þaðan sem þessum ógnvekjandi vígahnöttum er skotið á land.

Það kemur því fyrst í hlut bandaríska fotans og ráðamanna hans að reyna einhver varnarviðbrögð þótt ekki sé ljóst hvernig hægt sé að ráða niðurlögum hins öfuga innrásarhers.

Til að gera baráttuna enn fóknari hafa geimverurnar náð að einangra árásarsvæðið þannig að það sé ómögulegt fyrir utanaðkomandi að koma til aðstoðar ...

Frumsýnd: 13. APRÍL

• Heiti myndarinnar og hugmyndin að henni er sprottin frá sam-nefndum leik eftir Milton Bradley sem notið hefur mikilla vin-sælda allt frá árinu 1931 og hægt er að spila í ýmsum útgáfum.

• Þetta er fyrsta myndin sem söngstirnið Rihanna leikur í og verður gaman að sjá hvort hún haf sömu hæfleika sem leikkona og hún hefur sem söngkona.

Veistu svarið?

Eins og kemur fram í punktunum hér til hægri þá er hugmyndin að myndinni sprottin upp úr samnefndum leik, Battleship , sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1931. Leikurinn hlaut fjótt íslenskt heiti. Hvað er það?

Battleship

Aðalhlutverk: Taylor Kitsch, Liam Neeson, Alexander Skarsgård, Rihanna, Brooklyn Decker og Peter MacNicol

Leikstjórn: Peter Berg Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Kefavík og Borgarbíó Akureyri

PUNKTAR ............................................

26 myndir mánaðarins

Page 26 - BIO_april_netutgafa

This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »