This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
Iron Sky
Gaman
Nasistarnirkoma!
Þeir hafa beðið á tunglinu í 70 ár eftir rétta tækifærinu til að sigra heiminn. Og það var rétt í þessu að lenda.
Hér er á ferðinni frumleg, svört kómedía og vísindaskáldskapur úr smiðju fnnska leikstjórans Timo Vuorensola, í samvinnu við þýsk og áströlsk kvikmyndafyrirtæki.
Rétt fyrir ósigur Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni ákváðu nasistar að senda sýnishorn af sjálfum sér til tunglsins. Þar skyldi safnað kröftum og vopnastyrk til að geta síðar meir gert nýja árás á restina af mannkyninu eins og fyrri ráðagerð, sú sem klikkaði, snerist einnig um.
Dag einn lendir bandarískur geimfari, James Washington, tunglfari sínu óþægilega nálægt leynilegum dvalarstað tunglnasistanna á þeirri hlið tunglsins sem verður ekki séð frá Jörðu.
Hinn mikil leiðtogi tunglnasistanna, Tunglforinginn, ákveður eftir stutta umhugsun að þetta sé það tækifæri sem beðið hefur verið eftir. Að vísu fullyrða menn í Washington að tungllending James sé bara auglýsingarbrella fyrir sitjandi forseta Bandaríkjanna en Tunglforinginn lætur þá ekki plata sig svo auðveldlega.
Hann fyrirskipar því sínum helstu nasistaherforingjum, þeim Klaus og Renate, að fara tafarlaust til Jarðar og undirbúa árásina sem ætlað er að koma hinu mikilfenglega Fjórða ríki til valda í eitt skipti fyrir öll.
Frumsýnd: 13. apríl
• Iron Sky var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar en myndin verður síðan frumsýnd í kvikmyndahúsum Í öðrum Evrópulöndum og í Ástralíu í apríl. Rétt er að benda áhuga-sömum á skemmtilega heimasíðu myndarinnar sem fnna má á www.ironsky.net.
Veistu svarið?
Þýska leikarann Udo Kier þekkja velfestir Íslendingar enda hefur hann leikið í hátt í 200 myndum, jafnt bandarískum sem evrópskum á 45 ára ferli sínum. Hann lék til dæmis veigamikið hlutverk í síðustu mynd Lars von Triers. Hvað heitir hún?
Iron Sky
Aðalhlutverk: Udo Kier, Kym Jackson, Julia Dietze, Stephanie Paul, Götz Otto og Christopher Kirby Leikstjórn: Timo Vuorensola Bíó: Háskólabíó
PUNKTAR ............................................
24 myndir mánaðarins
This is a SEO version of BIO_april_netutgafa. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »