This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »7 myndir mánaðarins
Nicholas Cage stakk upp í sig kakkalakka og át hann við tökur á myndinni Vampire’s Kiss árið 1988 þar sem hann lék vampíru.
Brad Pitt má ekki stíga á kínverska grund eftir að hafa verið bannfærður fyrir að leika í myndinni Seven Years in Tibet
árið 1997.
Helen Mirren á drottningametið, en hún hefur leikið sex mismunandi drottningar í sex myndum, þar á meðal þær Elísabetu I og Elísabetu II, og hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir bæði hlutverkin.
Hugh Jackman hafði ætlað sér að verða blaðamaður frá því á unga aldri og útskrifaðist sem slíkur áður en leiklistin freistaði hans.
Mickey Rourke var einn besti vinur rapparans Tupacs Shakur sem var myrtur árið 1996.
Martin Sheen hefur verið handtekinn oftar en 70 sinnum fyrir mótmæli, aðallega gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna. Hann fékk þriggja ára dóm árið 2001 fyrir að fara ólöglega inn á herfugvöll í mótmælaskyni.
Það liðu 35 ár frá því að Steven Spielberg byrjaði í menntaskóla og þar til hann lauk náminu.
Eddie Murphy á átta börn, þar af fmm með fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Mitchell, en þau skildu árið 2006 eftir 13 ára hjónaband.
Johnny Depp lét húðfúra á handlegg sinn orðin „Winona Forever“ þegar hann var með Winonu Ryder. Þegar upp úr slitnaði lét hann fjarlægja stafna „na“ þannig að eftir stendur „Wino Forever“.
Justin Timberlake heldur með Manchester United í enska boltanum.
Will Smith á Guinness-metið fyrir að hafa á undir tólf klukkustundum mætt á þrjár frumsýningar í þremur borgum. Þetta gerðist þegar myndin Hitch var frumsýnd í Lundúnum, Birmingham og Manchester þann 22. febrúar 2005.
Kate Beckinsale var orðin fuglæs sex ára gömul og fékk þá mælingu að hún væri með gáfnavísitöluna 152.
Þegar Leonardo Di Caprio var að hefja leikferil sinn, 10 ára gamall, var honum ráðlagt að taka sér sviðsnafnið Lenny Williams. Hann gerði það ekki.
Stjörnuspá mánaðarins
Framtíð þín er óskýr og hulin móðu. Lausnin felst í að muna að dyrnar inn í gufubaðið opnast út en ekki inn. Mundu líka að þvo á þér lærin áður en þú ferð í laugina og ekki fá þér Snickers eftir æfngu. Sumt af því Snickeri sem fer inn kemur ekki út aftur. Gildir líka um remúlaði. Mundu það.
Vatnsberinn 20. jan - 18. feb
Þú ákveður að héðan í frá ætlir þú að ramma inn alla bíómiða sem þú kaupir og merkja rammana með nafni myndarinnar. Safnið selur þú síðan á Ebay eftir 25 ár og græðir á því nokkra tugi milljóna, enda eina svona safnið sem til er. Hvaðan færðu eiginlega þessar snilldarhugmyndir?
Tvíburarnir 21. maí - 21. júní
Einhver sem heitir nafni sem byrjar á Bjö er að fylgjast með þér. Hafðu því augun hjá þér og linsurnar í þeim því það er aldrei að vita hvað gerist næst. Lærðu að hræra vöffudeig og búa til graskerssultu. Það á eftir að koma sér vel þegar vorar. Lykillinn að lásnumer í svörtu úlpunni.
Vogin 23. sept - 23. okt
Það er kominn tími til að læra sjálf(ur) að skipta um peru í loftljósinu því enginn mun gera það fyrir þig. Smíðaðu þér stultur og skipuleggðu stultukapphlaup aldarinnar í hverfnu. Settu þér það markmið að kremja ekki eina einustu fugu í sumar heldur veiða þær í tvöfalt límband.
Sporðdrekinn 24. okt - 21. nóv
Þú kaupir þér lottómiða með tölunum 1 - 16 - 20 - 23 og 30 en vinnur ekki neitt á þær. Passaðu þig á þessu brúna sem hangir niður úr loftinu og borðaðu alls ekki köku með hvítu kremi í þessum mánuði. Drífðu þig á Þjóðminjasafnið, opið ellefu til fmm alla daga nema mánudaga.
Bogamaðurinn 22. nóv - 21. des
Ekki opna ísskápinn á sunnudag. Inni í honumer eitthvað hræðilegt, sennilega súr hvalur. Láttu þér hvergi bregða á myndinni með þessum sem lék Harry Potter. Sjáðu rómantíska gamanmynd með elskunni þinni og taktu vel eftir því hvernig hann/hún bregst við næst þegar þú prumpar.
Steingeitin 22. des - 19. jan
Farðu snemma að sofa að kvöldi þess átjánda því um nóttina gerist eitthvað í herberginu þínu sem aðeins vel útsofnir einstaklingar geta tekist á við af einhverju viti. Hvernig væri nú að skella sjálf(ur) í þvottavél einu sinni í stað þess að fara í sömu nærbuxurnar dag eftir dag?
Krabbinn 22. júní - 22. júlí
Leggðu á minnið útkomuna úr 14 sinnum tveir plús 8 sinnum 902 deilt með 16, mínus helmingurinn af því sem kókómjólk kostar. Margfaldaðu útkomuna með aldri þínum og bættu 4 við. Lokatalan er lukkutala mánaðarins fyrir þig og þúmissir afmiklu ef þú veist hana ekki.
Ljónið 23. júlí - 22. ágúst
Hertu upp hugann og láttu kreista bóluna á bakinu á þér. Kauptu þér túpulímþví þú átt eftir að brjóta styttu í mánuðinum (gæti líka verið diskur). Það fer þér ekki vel að vera með stút á munninum og best væri að hafa hann lokaðan líka, a.m.k. ámilli þess semþú borðar.
Meyjan 23. ágúst - 22. sep
Vinaleg stemning liggur í loftinu og þér fnnst þú njóta bæði virðingar og aðdáunar allra sem umgangast þig. Þetta er misskilningur sem tengist fermingarpeningunum þínum. Leggðu allt inn á bundinn reikning til tíu ára og þú munt í leiðinni sjá hverjir eru vinir þínir í raun. Farðu í fótabað.
Fiskarnir 19. feb - 20. mars
Ástæðan fyrir því að þú heyrir ekkert er að hátalararnir þínir eru ónýtir. Vertu með blauta tusku í vasanum þann tíunda því þá þarftu að nota hana, sennilega í strætó eða annars konar farartæki. Hringdu semmest úr annarra manna símum, það er mun ódýrara til lengri tíma litið.
Hrúturinn 21. mars - 19. apríl
Farðu í þagnarbindindi þann tuttugasta og fmmta. Byrjaðu að safna hand-máluðum bollastellum og reyndu að komast að því hvað gerist raunverulega þegar málning þornar. Hringdu í tann-lækninnþinnog fáðuaðvitahvað falskar kosta. Aldrei að vita nema hann sémeð tilboð.
Nautið 20. apríl - 20. maí
Nokkrar staðreyndir ...
This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »