Page 38 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

38 myndir mánaðarins

Leikarar mánaðarins

Eins og alkunna er öllum sem fylgjast með fréttum að fræga fólkinu þá hefur leikkonan Lindsay Lohan hvað eftir annað komið sér í klípu á undanförnum árum, bæði vegna drykkju og aðra neyslu sem virðist hafa villt henni sýn og leitt hana á vafasamar brautir.

Hún hefur verið dæmd í meðferðir, samfélagsvinnu og hlotið fangelsisdóma, brotið skilorð og setið inni fyrir ölvunarakstur, þjófnað og meðferð eiturlyfja. Þess utan hefur þetta auðvitað tekið toll af gengi hennar sem leikkonu því um leið og hún missti fótana byrjaði hún að haga sér svo ófaglega í vinnu að enginn vildi ráða hana lengur.

Góðu fréttirnar eru þær að nú örlar loks á því að Lindsay sé á leið út úr þokunni, haf viðurkennt vandann og tekist

á við hann af alvöru. Hún var nýlega leidd fyrir dómara sem hrósaði henni mjög fyrir hversu vel hún hefur staðið sig að undanförnu, sé hætt neyslu, hefur mætt samkvæmt skyldu í alla samfélagsþjónustu og staðið sig þar vel samkvæmt vitnisburðum. Þetta þýðir að standi hún sig áfram vel næstu sex mánuði verður hún laus allra mála hjá dómstólum og má taka aftur fulla stjórn á eigin líf.

Þes má geta að samhliða framför Lindsayar hafa nú einnig borist fréttir af því að hún sé um það bil að landa samningi um að leika Elizbeth Taylor í mynd sem gera á um ævi hennar. Þetta er ekki enn staðfest, en orðrómurinn er sterkur. Hermt er að Megan Fox sé aðalkeppinautur hennar um hituna.

Þær fréttir bárust nýlega að Ridley Scott, sem nú er á lokasprettinum við vinnslu hinnar væntanlegu stórmyndar

Prometheus , sé búin að ákveða að Michael Fassbender, einn aðalleikarinn í Prometheus , sem tekin var að hluta upp hér á landi, muni fara með aðalhlutverk í næstu mynd sinni líka.

Sú heitir The Councelor og er lýst sem No Country For

Old Men á sterum. Þetta er semsagt tryllir þar semMichael mun leika góða kallinn. Leit stendur yfr að þeim sem leikur þann vonda en sögur herma að Jeremy Renner sé heitur.

Ástæða þess að Ridley réð Michael í hlutverkið er einföld: Samstarf þeirra var með slíkum endemum gott í

Prometheus að báðir vilja starfa saman aftur sem fyrst.

Lindsay snýr aftur

Gera aðra mynd saman

Michael Fassbender: leikur einnig í næstu mynd Ridleys Scott.

Page 38 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »