Page 32 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

32 myndir mánaðarins

50/50

Drama/Gaman

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en það er alveg að verða búið

50/50 er einstök mynd sem allt kvikmyndaáhugafólk ætti að sjá en hún er byggð á sannri sögu handritahöfundarins Wills Reiser sem greindist með sjaldgæft tilfelli af krabba-meini í mænu aðeins 27 ára að aldri.

Will Reiser, sem nefnist Adam í myndinni, vann á útvarpsstöð og undi hag sínum hið besta. Hann naut lífsins í botn og það var ekki síst að þakka besta vini hans, Kyle, sem átti auðvelt með að fá hann til að sjá bjartari hliðar tilverunnar.

Dag einn fær Adam þann skelflega úrskurð hjá lækni sínum að hann sé með krabbamein í mænunni og að framundan sé erfð og tvísýn barátta. Þetta verður Adam að sjálfsögðu mikið áfall sem lagast ekki þegar unnusta hans treystir sér ekki til að ganga í gegnum þetta með honum og lætur sig hverfa.

Kyle lætur sig hins vegar ekki vanta við hlið vinar síns og brátt fer Adam að sjá alveg nýjar hliðar á lífinu og tilverunni auk þess sem hann fer nú að meta betur hluti sem honum hafa hingað til fundist sjálfsagðir ...

Útgáfudagur: 22. mars

• Will Reiser kemur sjálfur fram í myndinni. Hann er náunginn í samkvæminu sem segir að frændi sinn haf fengið það sama og Adam.

• Myndin var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna sem besta myndin og Jonathan Gordon-Levitt fyrir besta leik í aðalhlutverki karla.

• Atriðið þegar Adam rakar af sér hárið var leikið af fngrum fram enda ekki skrifað í handriti myndarinnar.

• Seth Rogen leikur í raun sjálfan sig í myndinni, enda besti vinur Wills Reiser, sem sagan fjallar um.

Veistu svarið?

Þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gamall er Seth Rogen á góðri leið með að verða einn vinsælasti og virtasti leikari og handritshöfundurinn í Hollywood. Einn besti vinur hans er leikarinn James Franco. Í hvaða mynd léku þeir saman árið 2008?

50/50

Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Levitt, Seth Rogen, Anna Kendrick, Bryce Dallas Howard, Anjelica Huston og Philip Baker Hall Leikstjórn: Jonathan Levine Útgefandi: Samflm

PUNKTAR ..............................................

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** *** ****

Page 32 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »