Page 23 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

23 myndir mánaðarins

The Way er skrifuð og leikstýrt af Emilio Estevez og hefur fengið afar góða dóma, enda sérlega ljúf mynd sem situr lengi eftir í minningunni.

Martin Sheen leikur bandarískan lækni, Tom, sem fer til Frakklands til að sækja ösku sonar síns sem hafði látist á gönguferð á norðanverðum Spáni, í hinni svokölluðu Camino de Santiego-pílagrímagöngu.

Þegar Tom fær öskjuna með öskunni í hendurnar ákveður hann að fara sjálfur í þessa sömu göngu og heiðra með því minningu sonar síns sem komst ekki á leiðarenda sjálfur.

Í þeirri ferð á hann svo eftir að hitta kostulegt fólk sem kryddar lífið ...

The Way

Hugljúf saga um langa gönguferð

gaman/drama

Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Martin Sheen, Yorick van Wageningen, Doborah Kara Unger og Tchéky Karyo Leikstjórn: Emilio Estevez

Útgefandi: Sena

• Þetta er í sjöunda sinn sem þeir feðgar Emilio Estevez og Martin Sheen vinna saman að gerð kvikmyndar og í annað sinn sem Emilio leikur son Martins.

• Hugmyndin að myndinni kviknaði þegar þeir Martin Sheen, Emilio og sonur hans, Taylor Estevez, fóru í Camino de Santiego-gönguna fyrir nokkrum árum, en í þeirri ferð hitti Taylor stúlkuna sem nú er eiginkona hans og settist í kjölfarið að á Spáni.

PUNKTAR ......................

Roger Ebert Empire

*** ****

The Way

Hugh Jackman er nú að undirbúa sig fyrir tökur nýjustu myndarinnar um vesalingana eftir Victor Hugo, en í þetta skipti er um að ræða kvikmyndarútfærslu á söngleiknum sem sýndur hefur verið víða um heim í mörg ár við miklar vinsældir.

Jackman leikur að sjálfsögðu aðalpersónuna, Jean Valjean, og tilkynnti á dögunum að honum hefði tekist að koma því í gegn að a.m.k. eitt nýtt lag yrði samið sérstaklega fyrir kvikmyndina og að hann myndi syngja það.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Hugh Jackman bæði dansari góður og mikill söngvari (eins og hann hefur m.a. sýnt á afhendingu Óskarsverðlaunanna) og sló reyndar fyrst í gegn fyrir alvöru í söngleiknum Oklahoma áður en hann fór út í kvikmyndirnar þannig að slíkar sýningar eru engin nýlunda fyrir hann.

Brestur í söng

Page 23 - DVD_Mars_2012_web

This is a SEO version of DVD_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »