Page 38 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Friends With Kids

Gaman/Rómantík

Hvernig væri að sleppa bara ástinni?

Gamansöm, rómantísk mynd um tvo vini sem ákveða að eignast saman barn en sleppa ást og hjónabandi. Getur þetta gengið upp?

Það er stór hópur gæðaleikara sem fer með aðalhlutverkin í þessari léttu og skemmtilegu mynd Jennifer Westfeldt sem bæði leikstýrir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið.

Þau Jason og Julie eru hluti af stórum og samhentum vinahóp þar sem allir eru í innbyrðis sambandi ... nema þau Jason og Julie. Þau eru bara vinir og standa því dálítið utanveltu í hópnum.

Eitt eiga þau samt sameiginlegt. Þau langar bæði til að eignast barn. Öðrum í vinahópnum til mikillar furðu ákveða þau að láta slag standa, sleppa ástinni og sambandinu og eignast saman barn án nokkurra annarra skuldbindinga gagnvart hvort öðru í leiðinni.

En getur þetta gengið upp? Ja, í fyrstu virðist svo vera og þegar barnið fæðist er ekki annað að sjá en að þau séu bæði afar ánægð með fyrirkomulagið. Bæði hafa skuldbundið sig gagnvart barninu en eru að öðru leyti laus við allt sem fylgir sambúð og sambandi karls og konu. Þetta virðist því vera hið fullkomna fyrirkomulag.

En hvað gerist þegar þau Jason og Julie hitta bæði, nánast á sama tíma, einhvern sem þau verða ástfangin af?

Frumsýnd: 23. mars

• Þau Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O’Dowd og Jon Hamm, sem leika stór hlutverk í þessari mynd, léku einnig öll í hinni frábæru mynd Bridesmaids.

• Jennifer Westfeldt ( Grey’s Anatomy, 24, Ira & Abby ) sem leikur Julie í Friends With Kids lék einnig í og skrifaði handrit mynd-arinnar Kissing Jessica Stein sem vakti mikla og verðskuldaða athygli á sínum tíma.

Veistu svarið?

Þokkagyðjan Megan Fox, sem m.a. var kosin kynþokkafyllsta kona veraldar árið 2008 af FHM-karlatímaritinu, er með húðfúr á vinstri öxlinni þar sem segir „We will all laugh at gilded butterfies“. Úr hvaða þekkta leikverki er þessi setning?

Friends With Kids

Aðalhlutverk: Jennifer Westfeldt, Adam Scott, Maya Rudolph, John Hamm, Megan Fox og Edward Burns Leikstjórn: Jennifer Westfeldt Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Kefavík

PUNKTAR ............................................

38 myndir mánaðarins

Page 38 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »