Page 34 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Act of Valor

spenna

Sá sem er ekki tilbúinn að fórna öllu er þegar búinn að tapa

Frábær mynd þar sem kvikmyndalistinni er féttað saman við raunveruleikann á snilldarlegan hátt, ekki síst vegna þess að raunverulegir og þrautþjálfaðir sérsveitarmenn fara með aðalhlutverkin.

Þegar þetta er skrifað hefur myndin ekki verið frumsýnd en sé tekið mið af umsögnum þeirra sem séð hafa myndina á forsýningum þá er hér á ferðinni einhver albesta hasarmynd seinni tíma þar sem áhorfendum fnnst þeir hreint og beint vera þátttakendur í æsispennandi atburðarásinni.

Myndin fjallar um sérsveitarmenn sem fá það verkefni að frelsa CIA-starfsmann úr klóm mannræningja. Í framhaldinu komast þeir á snoðir um hryðjuverkahóp sem ætlar sér að gera mannskæða hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum.

Rannsókn málsins fer á fullan skrið og við ferðumst með þessum sérsveitarmönnum um allan heim þar sem þeir ráðast m.a. beint inn í greni hryðjuverkamannanna hvar sem þeir hafa hreiðrað um sig.

Baráttan er ekki án fórna en það er ljóst ef þessara sérþjálfuðu manna, sem eru tilbúnir að fórna líf sínu, nyti ekki við þá værum við hin í vondum málum ...

Frumsýnd: 16. mars

• Myndin skartar raunverulegum Navy SEALS- og SWWC-mönnum í aðalhlutverkum en það tók kvikmyndagerðar-mennina Mike McCoy og Scott Waugh fjóra mánuði að sannfæra þá um að vera með í myndinni. Fyrir vikið sjáum við hér í fyrsta sinn í kvikmynd hvernig alvöru sérsveitarmenn meðhöndla vopnin og aðstæður þar sem hver einasta sekúnda og hvert stigið skref getur skilið á milli lífs og dauða.

• Myndin fær toppdóma almennra áhorfenda á

kvikmyndavefnum Imdb.com og þykir með mest spennandi hernaðarmyndum sem hafa verið gerðar.

Veistu svarið?

Tvær þeirra mynda sem þykja hafa komist ansi nálægt því að lýsa raunverulegum stríðsátökum og sem Act of Valor hefur á ýmsan hátt verið borin saman við eru Saving Private Ryan og

Black Hawk Down . Hverjir leikstýrðu þeim myndum?

Act of Valor

Aðalhlutverk: Alex Veadov, Roselyn Sanchez, Nestor Serrano, Gonzalo Menendez, Dimiter Marinov og Timothy Gibbs

Leikstjórn: Mike McCoy og Scott Waugh Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri

PUNKTAR ............................................

34 myndir mánaðarins

Page 34 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »