Page 30 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Project X

gaman

Geggjaðasta partí allra tíma

Og þér er boðið!

Frá framleiðanda Hangover -myndanna, Old School og Due Date kemur hér partímynd sem slær öllum öðrum partí-myndum við!

Thomas Mann á afmæli. Og eins og alla unga menn dreymir hann um að halda bestu og fottustu afmælisveislu sem haldin hefur verið. Vondu fréttirnar eru auðvitað foreldrarnir. Góðu fréttirnar eru að þeir verða ekki heima.

Thomas ákveður því ásamt félögum sínum, þeim J.B. og Costa, að láta slag standa. Hann lætur það ganga um allan bæ að öllum sé boðið heim til hans í partí ársins.

Og auðvitað lætur enginn bjóða sér tvisvar. Allir mæta og nú upphefst einhver svakalegasta veisla sem sögur fara af þegar hundruð partíglaðra ungmenna mæta með góða skapið, staðráðin í að nota tækifærið og skemmta sér áhyggjulaust fram á rauða nótt.

Það skemmir auðvitað ekki fyrir stemningunni að Thomas á ríka foreldra sem búa vel í stóru húsi með sundlaug og fíneríi. Að vísu reynast nágrannarnir ekki alveg sáttir við lætin en það er aukaatriði ...

Frumsýnd: 16. mars

• Flestar persónur myndarinnar heita sömu eða svipuðum nöfnum og leikararnir sem leika þær.

• Framleiðendur myndarinnar stofnuðu Facebook-síðu fyrir kynningu á myndinni þar sem þeir buðu öllum að setja inn myndbönd með minningum um bestu partí sem viðkomandi hafði sótt á ævinni. Síðuna og myndböndin má sjá á facebook.com/projectx.

• Aðalmaðurinn á bak við gerð þessarar myndar er Todd Philips sem er þekktur fyrir sínar ærslafullu myndir í gegnum árin. Hann hefur leikstýrt, skrifað og framleitt margar slíkar, m.a.

Hangover -myndirnar, Old School, School For Scoundrels, Due Date, Road Trip og Starsky and Hutch.

Veistu svarið?

Myndir um geggjuð partí sem fara úr böndunum hafa oft verið gerðar, þar á meðal 1968-myndin The Party þar sem hinn misheppnaði Hrundi Bhaksi fór langt með að eyðileggja samkvæmið með eindæma klaufaskap. Hver lék Hrundi?

Project X

Aðalhlutverk: Thomas Mann, Jonathan Daniel Brown, Oliver Cooper, Dax Flame og Nichole Bloom Leikstjórn: Nima Nourizadeh Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Kefavík og Laugarásbíói

PUNKTAR ............................................

30 myndir mánaðarins

Page 30 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »