This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »Töfrateningurinn: Drekafjöll 2
Teiknimynd
Þar semævintýrin gerast
Hér er á ferðinni litrík og falleg teiknimynd, sjálfstætt framhald myndarinnar Drekafjöll sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum árum og hlaut góðar viðtökur.
Það muna vafalaust margir eftir myndinni um Drekafjöll og verður gaman að hitta fyrir sömu skemmtilegu persónurnar í þessari nýju teiknimynd sem verður frumsýnd 2. mars í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.
Í myndinni skyggnumst við enn á ný inn í undraveröld Drekafjalla þar sem drekar fjúga um loftin blá og Snót fnnur upp á ýmsu kúnstugu. Þar hittum við líka fyrir mannsbarnið Ketil, drekasnáðann Álf og feiri litríkar og skemmtilegar persónur.
Misheppnaða illmennið Hrekklyndur er í útlegð á eyðieyju fyrir illvirki sín í Drekafjöllum. Fyrir einskæra tilviljun áskotnast honum töfrateningur sem býr yfr svo hrikalegum eyðingarmætti að hann getur tortímt heiminum með honum. Nú reynir á þau Álf, Snót og Ketil hvort þau geti bjargað þessari friðsælu veröld.
Þetta er sannkölluð fjölskyldumynd fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Gamansöm mynd sem heldur athygli minnstu barna með litríku umhverf og bráðskemmtilegum söguþræði.
Frumsýnd: 2. mars
• Þótt hinn vondi Hrekklyndur sé voðalega vondur þá er hann svo misheppnaður, greyið, og fyndinn í leiðinni að hann veldur ekki hræðslu hjá yngsta aldurshópnum.
• Myndin er vandlega talsett á íslensku og í henni er m.a. að fnna þrjú skemmtileg lög sem eru sungin á íslensku.
Veistu svarið?
Töfrateningurinn: Drekafjöll 2 var tilnefnd til spænsku kvikmynda-verðlaunanna sem besta teiknimynd ársins. En hvað heita spænsku kvikmyndaverðlaunin?
Töfrateningurinn: Drekafjöll 2
Aðalraddir: Jón Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Guðrún Ásmundsdóttir, Tinna Sif Sindradóttir, Hildur Sif Thorarensen, Huginn Þór Grétarsson og Lárus Húnfjörð Vilhjálmsson Leikstjórn: Huginn Þór Grétarsson Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri
PUNKTAR ............................................
24 myndir mánaðarins
This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »