Page 18 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

Svartur á leik

Spenna

Þar semhart mætir hörðu

Spennumynd úr undirheimum íslenskra eiturlyfjasala þar sem enginn er annars bróðir í leik, byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána.

Myndin gerist rétt undir lok síðustu aldar þegar eiturlyfjamarkaðurinn var um það bil að breytast og voldugir barónar fóru að láta meira að sér kveða. Þetta eru menn sem láta ekkert stöðva sig þegar eiturlyf, peningar og völd eru annars vegar.

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur Stebba sem kvöld eitt lendir í hörðum slagsmálum á bar einum í borginni og er handtekinn í kjölfarið.

Þegar honum er sleppt býðst hinn ógnvekjandi eiturlyfjadreifandi Tóti (Jóhannes Haukur) til að hjálpa honum og útvega honum lögfræðing til að sleppa frá málinu. Í staðinn fær Tóti Stebba til að brjótast inn í íbúð eina til að fnna og endurheimta poka með eiturlyfjum sem lögreglunni hafði yfrsést þegar hún leitaði í íbúðinni.

Stebbi slær til, fnnur eiturlyfn og gerir um leið óvígan annan innbrotsþjóf sem ætlaði sér það sama og hann. Fyrir vikið verður hann að nokkurs konar heiðursfélaga í eiturlyfjagengi Tóta sem gefur honum viðurnefnið Stebbi Sækó.

Um tíma lifr Stebbi í miklum vellystingum þar sem allt fýtur í eiturlyfjum og peningum svo langt sem augað eygir. En þegar voldugur, erlendur eiturlyfjabarón að nafni Bruno kemur til sögunnar fer heldur betur að syrta í álinn ...

Frumsýnd: 2. mars

• Svartur á leik var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í byrjun febrúar og fékk afar góða dóma gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda. Vonandi láta íslenskir áhorfendur sig ekki vanta þegar myndin verður frumsýnd hér á landi.

Veistu svarið?

Þorvaldur Davíð Kristjánsson útskrifaðist úr hinum virta Juilliard-leiklistarskóla í fyrra og er Svartur á leik önnur íslenska myndin í fullri lengd sem hann leikur í. Sú fyrri var gerð af Júlíusi Kemp og frumsýnd árið 2009. Hvað heitir hún?

Svartur á leik

Aðalhlutverk: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þröstur Leó Gunnarsson, Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson Bíó:

Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó, Akureyri og Laugarásbíó

PUNKTAR ............................................

18 myndir mánaðarins

Page 18 - BIO_Mars_2012_web

This is a SEO version of BIO_Mars_2012_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »