Page 8 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

8 myndir mánaðarins

Gullkorn

„Ég tel það minn besta kost að ég er góð manneskja. En ég vil líka láta stjana við mig. Ég meina ... allir hafa sína galla.“

- Katherine Heigl, að tala um kosti sína og galla.

„Að gera bíómynd snýst um að velja hvað á að vera innan rammans og hvað á að vera utan

rammans.“

Martin Scorsese, um kvikmyndagerð

„Af hverju gerði ég Subway? Af hverju gerði ég Nikita ? Af hverju gerði ég Big Blue ? Ég veit það ekki. Ég bara gerði þær.“

- Luc Besson, að útskýra af hverju hann gerði myndirnar sem hann hefur gert.

„Í svona fmm mínútur er þetta frábært. Maður er allt í einu komin með örmjótt mitti og glæsilega brjóstaskoru. En svo fer súrefnisinntakan að verða vandamál.“

- Keira Knightley, um reynslu sína af korselettum.

„Ég er fyrir löngu hættur að gera framtíðarplön. Ég bíð frekar bara eftir því að sjá hvað framtíðin hefur planað fyrir mig.“

- Viggo Mortensen, um framtíð-arplön sín.

„Þegar fólk var að spyrja mig um hitt og þetta og vildi fá að vita eitthvað um einhvern sem ég hafði kynnst um ævina þá hallaði ég mér með laumusvip að því og spurði á móti „Geturðu þagað yfr leyndarmáli?“ Þegar spyrjandinn svaraði „já, já“ með eftirvæntingu í augunum þá sagði ég alltaf: „Ég líka.“ Ég hafði gaman af að sjá svipinn á fólki þegar þetta kom upp.“

- Christopher Lee, að rifja upp.

„Ég nenni engri líkamsrækt. Ég lít á líkamsrækt sem hluta af vinnunni og eina ástæðan fyrir því að ég stunda hana er til að falla betur inn í hlutverkin. Um leið og myndunum sleppir þá sleppir líka líkamsræktinni, enda tilgangslaus.“

Bruce Willis, um líkamsrækt.

„Maður getur auðvitað ekki breytt fortíðinni en maður ræður hvort maður endurtekur hana.“

- Bruce Willis, spakur að vanda.

„Hlið við hlið.“

- Denzel Washington, þegar hann var spurður hvar hann ætlaði að geyma Óskarana sína

„Martin Scorsese er ólíkur öðrum leikstjórum sem ég hef unnið með á þann hátt að hann gerir myndirnar eingöngu fyrir sjálfan sig og miðar ekki við neitt annað. Hann er sannur listamaður.“

- Sacha Baron Cohen, um samstarf sitt og Martins Scorsese í myndinni Hugo.

„Ég beiti sjálfan mig ströngum sjálfsaga. Ég sá það fjótt að ég myndi aldrei verða talinn besti leikarinn en gæti hins vegar komið mér framar í röðina með því að setja mér og fylgja strangari reglum en aðrir gera.“

- Ryan Reynolds, um sjálfan sig.

„Þegar ég var tvítugur þá fannst mér þeir semvoru 58 ára vera gamlir. Mér fnnst það

ekki lengur.“

Denzel Washington, sem varð 58 ára í desember.

„Foreldrar mínir voru algjörlega á móti því. Þau þekktu enga leikara og vissu um engan leikara. Þau vildu að ég færi í háskóla. Þau vildu ekki að ég færi mér að voða.“ - Carey Mulligan, um þá ákvörðun sína að fara út í leiklist.

„Alltaf að umgangast fólk sem er betra en þú. Alltaf að umgangast fólk sem veit meira en þú. Alltaf að leita að áskorun. Alltaf að vera nemandinn.“

- Sandra Bullock, um lífsreglurnar.

„Ég var svangur allan tímann.“

- Michael Fassbender, um undirbúninginn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hunger.

„Sem leikari verður maður að læra strax að taka gagnrýni ekki persónulega heldur nota hana. Eina leiðin til að leika einu sinni vel er að leika tíu sinnum illa.“

- Tom Hanks.

„Augað í mér? Veit ekki, þetta er eitthvað sem ég erfði frá pabba. Hann var líka svona. Sjálfur spái ég lítið í þetta. Mörgum fnnst þetta skrítið en fyrir mér er þetta bara svona og ég hef aldrei fundið hjá mér þörf til að gera neitt í því þótt það væri sjálfsagt hægt.“

- Forest Whitaker, um sérstakt augnaráð sitt sem margir halda að staf af einhvers konar lömun.

„Nei, ég sá aldrei Jaws: Revenge, en hef heyrt að hún haf verið hræðileg. Hins vegar hef ég séð húsið sem ég keypti fyrir peninginn og það var frábært.“

Michael Caine, um myndirnar sem hann hefur séð með sjálfum sér.

„Það eru forréttindi að ganga í kvennaskóla. Maður getur gengið um með bólukremið framan í sér og rúllur í hárinu og öllum er nákvæmlega sama.“

- Reese Witherspoon, sem gekk í einkaskóla einungis ætlaðan stúlkum.

Page 8 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »