Page 24 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

24 myndir mánaðarins

Drive

spenna

Sumar hetjur eru raunverulegar

Kvikmyndin Drive hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, en hún fékk Gullpálmann í fyrra á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir leikstjórn Nicolas Winding Refn og var tilnefnd til aðal-verðlaunanna sem besta mynd ársins.

Myndin segir frá áhættubílstjóra sem nefndur er Driver, en hann er gæddur snilldarhæfleikum í faginu. Umboðsmaður hans, Shannon, er duglegur við að koma honum á framfæri við kvikmyndafram-leiðendur en græðgi hans hefur einnig gert það að verkum að Driver tekur að sér kvöld- og næturstörf fyrir þjófa sem þurfa á fóttabifreið að halda.

Dag einn kynnir Shannon Driver fyrir hinum auðuga bófa Bernie Rose sem sér þegar hvaða hæfleikum Driver er gæddur og samþykkir að ráða hann í vinnu. Það, ásamt því að á sama tíma hittir Driver unga konu sem heillar hann upp úr skónum, setur í gang ófyrirsjáanlega atburðarás sem á heldur betur eftir að reyna á hvort Driver getur verndað bæði sjálfan sig og þá sem standa honum næst.

Útgáfudagur: 23. febrúar • Þegar þetta er skrifað hefur myndin hlotið 8,1 í samanlagða

einkunn tæplega 98.000 notenda kvikmyndavefjarins imdb.com.

• Upphafega átti Neil Marshall að leikstýra Drive en þegar hann datt út úr myndinni var það Ryan Gosling sem lagði til að Nicolas Winding Refn yrði fenginn í hans stað. Líklega sér enginn eftir því vali.

• Ron Perlman braut á sér hnéskelina í atriðinu sem gerist í briminu á ströndinni.

• Albert Brooks var tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem bófnn Bernie.

Veistu svarið?

Stjarna bresku leikkonunnar Carey Mulligan hefur stigið hratt á undanförnum árum eða allt frá því að hún lék í sinni fyrstu mynd árið 2005 á móti m.a. þeim Keiru Knightley, Donald Sutherland, Brendu Blethyn og feiri góðum leikurum. Hvaða mynd er um að ræða?

Drive

Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Carey Mulligan, Albert Brooks, Ron Perlman, Christina Hendricks og Brian Cranston

Leikstjórn: Nicolas Winding Refn Útgefandi: Samflm PUNKTAR ..............................................

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** **** ****

Page 24 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »