Page 22 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

22 myndir mánaðarins

Bangsímon - The Skin I Live In

Roger Ebert Empire

Boxoffce Magazine

Nýjasta myndin úr smiðju Óskarsverðlaunaleikstjórans Pedros Almodóvar er magnað og margverðlaunað kvikmyndaverk.

Antonio Banderas fer hér með hlutverk lýta-læknisins Roberts sem hefur tekist að búa til nýja tegund af húð sem ekki er hægt að brenna né skaða á nokkurn hátt. Samstarfsmönnum sínum segir hann að við tilraunirnar haf hann einungis notast við rottur. En það er fjarri því að vera satt.

Á heimili sínu heldur hann ungri konu fanginni sem hann hefur notað sem tilraunadýr með hjálp þjónustustúlku sinnar, Marillu. En Robert hefur líka sínar eigin persónulegu ástæður fyrir tilraunum og valið á fórnarlambinu er alls ekki byggt á tilviljun ...

The Skin I Live In

Þegar óttinn sækir þig heim

• Almodóvar og Antonio Banderas unnu reglulega saman fyrr á ferlum sínum, en The Skin I Live In er fyrsta myndin sem þeir gera saman í 21 ár.

• Frammistaða Antonios Banderas í The Skin I Live In hefur vakiðmikla athygli enda sýnir hann á sér nýja og mun dekkri hlið í mynd-inni en hann hefur áður gert, hlið sem óhætt er að fullyrða aðmuni koma aðdáendum hans verulega á óvart.

Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Elena Anaya, Blanca Suárez, Jan Cornet og Robert Álamo Leikstjórn: Pedro Almodóvar Útgefandi: Samflm

DRAMA/SPENNA

Febrúar

PUNKTAR ...........................

Vinalegi bangsinn Bangsímon er mættur til leiks á ný í glænýrri sögu þar sem hann og vinir hans í Hundraðmetraskógi lenda í ýmsum ævintýrum eins og þeim einum er lagið.

Eins og svo oft áður rekur löngun Bangsímons hann til að næla sér í dálítið hunang frá býfugunum sem eru alls ekki á því að láta það af hendi. Bangsímon þarf því að fýja eins og fætur toga, ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta.

Seinna misskilur Bangsímon bréf frá Robin og sannfærist um að honum haf verið rænt af einhverjum sem kallar sig „Kembráðum Aftur“. Til að bjarga Robin safnar Bangsímon öllum vinum sínum saman og það er ákveðið að bjarga drengnum áður en það verður um seinan.

Á meðan á Eyrnaslapi í vanda því hann vantar nýjan hala. Af þessum sökum er hann einstaklega niðurdreginn en auðvitað fnna félagar hans leið til að hressa hann við.

Bangsímon

Glæný saga af Bangsímon og vinum hans

teiknimynd

Íslenskt tal Byggt á sögunum um Bangsímon eftir A.A. Milne Öllum leyfð Útgefandi: Samflm

• Höfundur sagnanna um Bangsímon var breski rithöfundurinn A.A. Milne, sem fékk hugmyndina þegar hann fór í dýragarðinn í Lundúnum árið 1925 með Christopher Robin syni sínum, sem þá var fjögurra ára.

PUNKTAR ........................

*** **** *****

Page 22 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »