Page 20 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

20 myndir mánaðarins

Þegar lilli fór á stúfana ...

Sagan af útkjálkadrengnum Bucky Larson sem eftir að hafa verið rekinn úr vinnunni ákvað að gerast klámmyndastjarna.

Bucky Larson er það sem fest venjulegt fólk myndi kalla fremur misheppnað eintak af Homo Sapiens. Fátt bendir til að hann stigi í vitið en þess utan er hann með svo litla reynslu af lífnu að hún kæmist öll fyrir í litlum eldspýtustokk.

Bucky starfar við að setja vörur í poka fyrir viðskiptavini verslunarinnar í heimabæ hans eða allt þar til hann er rekinn vegna vanhæfni. Algjörlega niðurbrotinn vegna þessa fnnur Bucky samt fjótlega nýjan tilgang þegar hann uppgötvar að foreldrar hans eru fyrrverandi klám-myndaleikarar.

Bucky ákveður þegar að feta í fótspor foreldra sinna þrátt fyrir þá staðreynd að hann er svo lítill á honum að hann sést varla. Þannig smáatriði mega samt ekki koma í veg fyrir að draumar hans rætist og því smella þeir Bucky og Lilli sér til Hollywood ...

Born To Be a Star

• Einn af höfundum handritsins og framleiðandi myndarinnar er Adam Sandler enda má glöggt sjá að húmorinn í myndinni er að miklu leyti kominn frá honum.

Aðalhlutverk: Nick Swardson, Don Johnson, Christina Ricci, Stephen Dorff og Ido Mosseri Leikstjórn: Tom Brady

Útgefandi: Sena gaman

PUNKTAR .............................

Átján árum áður ...

Þriðja myndin í Paranormal Activity -seríunni fer með okkur aftur í tímann og sýnir forsögu þess sem gerðist í hinum tveimur myndunum.

Þær Kristy og Katie eru ungar systur sem búa ásamt móður sinni og kærasta hennar í tveggja hæða húsi. Þær vita að í húsinu býr einhver vera, jafnvel draugur, en kannski bara einhver sem er af öðrum heimi en þau.

Kærasti móðurinnar, Dennis, starfar við kvikmyndatökur og kemur fyrir nokkrum kvikmyndavélum hér og þar í húsinu til að reyna að átta sig á því hvernig ýmsir skrítnir hlutir gerast, sem virðast eiga sér stað á nóttunni.

Með þessum upptökum fá áhorfendur síðan að fylgjast og draga sínar eigin ályktanir af því sem þeir sjá og heyra.

Spurningin er ekki hvort það sé einhver eða eitthvað á sveimi um húsið heldur hvers vegna?

Tengist það húsinu eða kannski frekar þeim manneskjum sem búa í því?

Paranormal Activity 3

• Myndin naut gríðarlegrta vinsælda í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, fór beint á toppinn og tók inn meira en 100 milljón dollara.

Aðalhlutverk: Chloe Csengery, Jessica Tyler Brown og Christopher Nicholas Smith

Leikstjórn: Henry Joost og Ariel Schulman

Útgefandi: Samflm spenna

16.

Febrúar PUNKTAR .............................

Born To Be a Star - Paranormal Activity 3

Empire ***

Page 20 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »