Page 12 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

12 myndir mánaðarins

What’s Your Number?

gaman

Leitin að draumaprinsinum

Fjörug og fyndin, rómantísk gamanmynd um unga konu sem ákveður að leita uppi alla gömlu kærastana til að ganga úr skugga um hvort draumaprinsinn haf verið einn af þeim.

Það er hin skemmtilega Anna Faris sem fer hér með hlutverk Boston-meyjarinnar Ally Darling sem segja má að haf verið leikin grátt af ástinni þótt áföllin haf svo sem ekki stöðvað hana í leit hennar að hinum eina rétta ... eða allt þar til hún les bók þar sem segir að þær konur sem átt haf í sambandi við feiri en 20 menn á lífsleiðinni haf þar með minnkað líkurnar á að þær muni fnna hinn eina rétta.

Ally fer því að velta því fyrir sér hvort hún haf kannski þegar fundið draumaprinsinn ... en bara óvart hætt með honum líka? Til að aðstoða sig við að rannsaka málið fær hún nágranna sinn Colin í lið með sér, en hann glímir við sín eigin vandamál í samskiptum við hitt kynið.

Með sprenghlægilegum afeiðingum ákveða þessi tvö nú að kafa í fortíð Allyar í leit að demantinum sem hún missti af.

Útgáfudagur: 9. Febrúar

• Anna Faris er ein vinsælasta grínleikkona síðari ára, en hún er fædd árið 1976 og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Washington með gráðu í breskum bókmenntum en ákvað síðan að taka áhættu og fytja til Los Angeles. Stuttu seinna hreppti hún aðalhlutverkið í grínhrollvekjunni Scary Movie og hefur síðan klifð upp á stjörnuhimininn.

• Einn fyrrverandi kærasti Allyar í myndinni er leikinn af Martin Freeman sem fer með hlutverk hobbitans Bilbos Baggins í stórmyndinni væntanlegu, The Hobbit.

Veistu svarið?

Chris Evans, sem fer með annað aðalhlutverkið í What´s Your Number?, hefur verið viðloðandi leiklistina frá unga aldri en vakti fyrst verulega athygli í kvikmyndaheiminum í myndinni Cellular árið 2004. Hann hefur síðan m.a. leikið eitt þekktasta ofurmenni ofurmennabókmenntanna. Hvaða ofurmenni er það?

What’s Your Number?

Aðalhlutverk: Anna Faris, Chris Evans, Martin Freeman, Mike Vogel, Zachary Quinto og Andy Samberg Leikstjórn: Mark Mylod Útgefandi: Sena

PUNKTAR ..............................................

Page 12 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »