Page 10 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

10 myndir mánaðarins

Warrior

spenna

Bræður munu berjast

Það eru þeir Tom Hardy, Joel Edgerton og Nick Nolte sem fara með aðalhlutverkin í þessari nýjustu mynd Gavins O’Connor sem gerði m.a. hina þrælgóðu mynd Miracle árið 2004.

Tommy Riordan er fyrrverandi sjóliði í her Bandaríkjanna sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Pittsburgh eftir margra ára fjarveru. Tilefnið er að hann ætlar sér að taka þátt í MMA-bardagakeppni þar sem metfé, fmm milljónir dollara, fæst fyrir sigur.

Á sama tíma ákveður bróðir Tommys, Brendan, einnig að taka þátt í keppninni. Brendan starfar sem kennari en hefur átt erftt með að láta enda ná saman. Þess vegna lætur hann sig einnig dreyma um að ná langt í keppninni og er um leið sá eini sem telur sig eiga einhverja möguleika á móti þeim bestu, þar á meðal bróður sínum sem hann hefur hvorki hitt né talað við í mörg ár.

Það stefnir því í hörkubardaga og uppgjör á milli bræðranna þar sem ýmislegt feira kemur upp úr dúrnum en hægt var að sjá fyrir ...

Útgáfudagur: 2. febrúar

• Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Gavin O’Connor, vakti fyrst verulega athygli árið 1999 með mynd sinni Tumbleweeds

þar sem leikkonan Janet McTeer hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna og var tilnefnd til Óskars-verðlauna. Gavin sendi síðan frá sér myndina Miracle árið 2004, með Kurt Russell í hlutverki þjálfarans Herb Brooks sem leiddi bandaríska hokkíliðið til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1980, og myndina Pride and Glory árið 2008, með þeim Colin Farrell, Edward Norton og Jon Voight í aðalhlutverkum.

Veistu svarið?

Nick Nolte, sem leikur föður bræðranna í Warrior , hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í myndinni enda alltaf traustur. Hann hóf leiklistarferilinn árið 1969 en fullyrða má að stjarna hans haf fyrsti farið á almennilegt fug þegar hann lék Tom Jordace í sjónvarpsþáttum sem slógu í gegn árið 1976. Hvað hétu þeir?

Warrior

Aðalhlutverk: Tom Hardy, Joel Edgerton, Jennifer Morrison, Nick Nolte, Bryan Callen og Noah Emmerich Leikstjórn: Gavin O’Connor Útgefandi: Myndform

PUNKTAR ............................................

Page 10 - DVD_februar_2012_net

This is a SEO version of DVD_februar_2012_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »