Page 44 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

44 myndir mánaðarins

Colombiana

Spenna

Hefndinverðursæt

Það er hinn mikilvirki Luc Besson sem framleiðir og skrifar handritið að spennutryllinum Colombiana , en Luc er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi fyrir allar þær fjölmörgu og vinsælu myndir sem hann hefur komið að, bæði sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi.

Margar mynda Bessons hafa notið ómældrar hylli bíógesta í gegnum árin og nægir þar að nefna myndir eins og Nikita , Leon, The Fifth Element , Taxi -myndirnar, Transporter -myndirnar og hina mögnuðu Taken þar sem Liam Neeson fór á kostum í aðalhlutverkinu.

Hér segir frá ungri konu sem svo sannarlega er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún var barn varð hún vitni að því þegar foreldrar hennar voru myrtir og allt frá þeirri stundu hefur fátt annað komist að í huga hennar en að hefna fyrir morðin.

Til að ná markmiðum sínum fór hún að vinna fyrir sér sem leigu-morðingi og er því orðin alvön að lifa í heimi ofbeldis og glæpa. Og nú er komið að þeirri stundu að hún nái loks að góma manninn sem ber ábyrgð á dauða foreldra hennar ...

Veistu svarið?

Luc Besson hefur gert fjölmargar myndir sem framleiðandi og handritshöfundur en aðeins leikstýrt nokkrum þeirra sjálfur, þar á meðal tveimur myndum þar sem Gary Oldman fer með stór hlutverk. Hvaða myndir eru það?

Aðalhlutverk: Zoe Saldana, Amandla Stenberg, Michael Vartan, Cliff Curtis, Callum Blue og Jordi Mollá Leikstjórn: Olivier Megaton

Aldurstakmark: 16 ára Útgefandi: Myndform PUNKTAR ............................................................

Útgáfudagur: 20. desember

20. desember

• Aðalleikkonu Colombiana , Zoe Saldana, þekkja festir sem sótt hafa kvikmyndahús á undanförnum árum enda fór hún með hlutverk Neityri, aðalkvenpersónunnar í Avatar. Hún heitir fullu nafni Zoe Yadira Zaldaña Nazario og er fædd þann 19. júní árið 1978 í New Jersey í Bandaríkjunum.

• Zoe, sem hefur á undanförnum árum margoft verið valin á lista ýmissa tímarita sem fegursta og kynþokkafyllsta kona veraldar, var alin upp í Queens í New York, en faðir hennar er frá Dóminíska lýðveldinu og móðir hennar frá Puerto Rico.

• Næsta stóra mynd Zoe Saldana er nýjasta Star Trek -myndin sem er leikstýrt af J.J. Abrams, en þar endurtekur hún hlutverk sitt frá síðustu mynd sem Nyota Uhura.

Page 44 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »