Page 42 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

42 myndir mánaðarins

15. desember

Marisa Wilson er fyrrverandi njósnari sem hefur nú helgað líf sitt eiginmanni sínum, barni þeirra og tveimur stjúpbörnum sem vilja reyndar ekkert með hana hafa. En það á eftir að breytast.

Brjálaður náungi gengur laus. Honum hefur tekist að verða sér úti um öfugt vopn sem er ekki bara kraftmikið heldur getur það stöðvað sjálfan tímann.

Brjálæðingurinn, sem kallaður er Tímavörðurinn, ætlar sér greinilega að nota vopnið til að ná öllum völdum í heiminum. Og það mun honum takast verði ekki einhver til að stöðva hann.

Þar sem Marisa er snjallasti og öfugast njósnari sem uppi hefur verið dugar ekkert minna en að kalla hana til hjálpar. Þeirri bón getur hún að sjálfsögðu ekki hafnað.

Sá böggull fylgir hins vegar skammrif að um leið neyðist hún til að blanda eiginmanni sínum og stjúpbörnum í málið. En það gerir ekkert til því krakkarnir eru fjótir að átta sig á því að þau eru sjálf úrvalsefni í njósnara ...

Spy Kids

All the Time in the World

Svona eiga stjúpmæður að vera!

gaman

Aðalhlutverk: Jessica Alba, Jeremy Piven, Joel McHale, Rowan Blanchard og Mason Cook

Leikstjórn: Robert Rodriguez Öllum leyfð Útgefandi: Sena Útgáfudagur: 15. desember

r

Óskarsverðlaunahafnn Adrien Brody sýnir hér snilldarleik í spennutrylli um mann sem rankar við sér minnislaus í bílfaki í óbyggðum Kanada.

Undir háu klettabelti, í ískulda, rankar maður einn við sér í bílfaki. Hann er illa slasaður og þótt hann skilji í fyrstu ekkert í því hvað haf komið fyrir og haf ekki hugmynd um hvar hann er þá verður honum fjótlega ljóst að hann er þarna einn og sennilega langt úr alfaraleið.

Smám saman skýrist hugsun hans, en þungt höfuðhögg sem hann hefur hlotið hefur rænt hann minninu svo hann veit ekki einu sinni sitt eigið nafn. Sjálfsbjargarhvötin er samt enn til staðar og það fyrsta sem hann þarf að gera er að koma sér út úr fakinu.

Þá uppgötvar hann að útvarpið virkar enn og í því heyrir hann skelflegar fréttir ...

Wrecked

Fortíðin hverfur ekki þótt minnið svíki þig

spenna

• Myndin er tekin upp í réttri tímaröð, en myndatakan tók 18 daga.

• Til að halda sér í karakter svaf Adrien Brody í litlum kofa við bílfakið allan tökutímann á meðan aðrir sem unnu við myndina fór á nálægt hótel á næturnar. Adrien framkvæmdi einnig öll áhættuatriði sjálfur, þar á meðal atriðið í ískaldri ánni.

• Sá sem les fréttirnar í útvarpinu er Adrien Brody sjálfur.

• Spy Kids 4 er þriðja myndin sem Jessica Alba leikur í undir stjórn Roberts Rodrigues. Hinar tvær voru Machete (2010) og Sin City (2005).

• Heimildir herma að Robert Rodriguez sé nú að vinna ásamt Frank Miller að framhaldinu af Sin City. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum.

PUNKTAR .......................

PUNKTAR ............................................................

r

Page 42 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »