Page 20 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

20 myndir mánaðarins

Rise of the Planet of the Apes

spenna

Þegar þróunin varð að byltingu

Hér er á ferðinni mögnuð mynd þar sem Óskarsverðlaunateymið á bak við tæknibrellurnar í Avatar og Lord of the Rings - myndunum fer nánast fram úr sjálfu sér við sköpun apanna sem gera uppreisn gegn mannfólkinu.

Rise of the Planet of the Apes er í raun forsaga þess að Apaplánetan varð til. Við kynnumst hér vísindamanninum Will Rodman sem hefur verið að gera tilraunir með nýtt lyf sem vonir standa til að geti læknað alzheimer-sjúkdóminn.

Í tilraunaskyni er lyfið gefið apynju sem nefnd er Ljósbrá og í ljós kemur að hún tekur merkilegum og skjótum framförum sem benda til þess að lyfið verki.

En lyfið veldur einnig hliðarverkunum sem enginn hefði getað séð fyrirfram hverjar yrðu ...

• Mánuði áður en frumsýna átti myndina fengu framleiðendur bakþanka varðandi endi hennar. Eftir fund var ákveðið að búa til nýjan endi. Kallað var á þá James Franco og Andy Serkis, nýi endirinn tekin upp og þannig var myndin síðan sýnd. Endirinn sem var lagður til hliðar verður vonandi með í aukaefni DVD-disksins.

• Margar persónur myndarinnar eru nefndar í höfuðið á persónum eða leikurum upphafegu myndarinnar um Apaplánetuna. Þannig er Dodge Landon t.d. látinn heita í höfuðið á geimförunum sem voru með Taylor (Charlton Heston), þeim Dodge og Landon. Einn apinn heitir Cornelia eins og aðalapynjan hét í Apaplánetunni. Maurice heitir eftir Maurice Evans sem lék dr. Zaius og móðir Caesars heitir Bright Eyes, sama nafni og dr. Zira gaf Charlton Heston á sínum tíma.

• Dodge Landon er látinn segja tvær af frægustu setningum Charltons Heston í upprunalegu myndinni, annars vegar „It’s a madhouse! A madhouse!“ og hins vegar „Take your stinking paws off me you damn dirty ape.“

Veistu svarið?

Fyrstamyndin umApaplánetuna, sú semvar gerð árið 1968, hlaut Óskarsverðlaun í verðlaunafokki sem Óskarsverðlaun höfðu aldrei verið veitt fyrir áður en hefur tilheyrt Óskarsverðlaununum allar götur síðan. Hvaða verðlaunafokkur er þetta?

Aðalhlutverk: James Franco, Andy Serkis, Freida Pinto, John Lithgow, Brian Cox og Tom Felton Leikstjórn: Rupert Wyatt Aldurstakmark: 12 ára

Útgefandi: Sena

PUNKTAR ........................................................

Útgáfudagur: 8. desember

8. desember

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

*** **** ****

Page 20 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »