Page 18 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

18 myndir mánaðarins

The Hangover Part II

gaman

Þeir hafa ekkert lært!

The Hangover Part II gefur fyrri myndinni ekkert eftir í gríni, glensi og dularfullum uppákomum, en nú hefur „Úlfagengið“ flutt sig um set og er komið til Tælands.

Myndin gerist um tveimur árum eftir hina kostulegu atburði fyrri myndarinnar. Stu er að fara að kvænast elskunni sinni, henni Lauren, og er brúðkaupsveislan haldin á fallegu strandhóteli í Tælandi.

Í lok dags, eftir veisluna, ákveða þeir Stu, Alan, Doug og Phil að fara niður á strönd þar sem þeir ætla að grilla nokkra sykurpúða og fá sér kannski eins og einn bjór í rólegheitum. Með í för er Teddy, ungur bróðir Lauren og þar með nýsleginn mágur Stus.

Það næsta sem þeir Stu, Alan og Phil vita er að þeir vakna upp í frekar daunilli íbúð í miðri Bangkok og hafa ekki hugmynd um hvernig þeir komust þangað. Doug er hins vegar kominn á strandhótelið en Teddy er horfinn.

Til að bæta gráu ofan á svart er Alan orðinn sköllóttur, Stu er búinn að láta tattóvera á sér andlitið og þeir sitja uppi með áfengissjúkan apa og afhöggvinn fingur, sennilega af Teddy.

Og eins og í fyrri myndinni þurfa þeir nú að komast að því hvað gerðist.

• Upphafega lék Liam Neeson tattómeistarann. Todd Phillips, leikstjóri, vildi síðar taka atriðin með honum upp aftur en þá var Liam skuldbundinn annars staðar og gat ekki mætt. Svo fór að Nick Cassavetes var fenginn í endurupptökurnar.

• Eins og í fyrri myndinni leikur Mike Tyson sjálfan sig í

Hangover II og tekur lagið í þetta sinn.

• Þegar verið var að taka upp atriðið þegar félagarnir upp-götva tattóið í andliti Stus réð Bradley Cooper ekki við sig og fór að hlæja þótt það hefði ekki verið samkvæmt handritinu. Todd Philips ákvað samt að halda því skoti. Hlátur Phils í atriðinu er því ekki leikinn, heldur alvöru.

Veistu svarið?

Leikstjórinn Todd Phillips virðist einkar laginn við að búa til vinsælar gamanmyndir því fyrir utan Hangover -myndirnar gerði hann einnig grínsmellina Due Date, Starsky and Hutch, School For Scoundrals og Old School. En hvaða fræga gamanmynd frá árinu 2000 var fyrsta myndin sem hann leikstýrði?

Aðalhlutverk: Brad Cooper, Ed Helms, Zack Galifanakis, Justin Bartha, Ken Jeong og Paul Giamatti Leikstjórn: Todd Phillips

Aldurstakmark: 12 ára Útgefandi: Samflm

PUNKTAR ........................................................

Útgáfudagur: 8. desember

8. desember

Page 18 - DVD_DESEMBER_net

This is a SEO version of DVD_DESEMBER_net. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »