Page 58 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

58 myndir mánaðarins 58 myndir mánaðarins

Tölvuleikir

Tegund: Dansleikur

Kemur út á: PS3, WII og Xbox 360

PEGI aldurstakmark: 3 ára

Útgáfudagur: 3. nóvember

Framleiðandi: Ubisoft

Útgefandi: Myndform

Hreyfskynjunarfjörið heldur áfram í nýjustu viðbótinni við Just Dance syrpuna! Just Dance Kids inniheldur skemmtilega dansa og skemmtileg lög fyrir hressa og káta krakka. Leikurinn er einfaldur: þú velur lag og

reynir svo að líkja eftir hreyfngu dansaranna á skjánum! Því betur sem þú hermir eftir þeim, því mun feiri stig færðu! Að auki er hægt að búa til sínar eigin danshreyfngar sem þú getur látið vini þína leika eftir.

Just Dance Kids

Tegund: Hasar- og ævintýraleikur

Kemur út á: PC

PEGI aldurstakmark: 18+

Útgáfudagur: 11.nóvember

Framleiðandi: Take 2

Útgefandi: Sena

Nú er þessi metsöluleikur að koma út á PC. Þessi útgáfa inniheldur allt það aukaefni sem áður hefur komið út á leikjatölvurnar auk þess sem búið er að setja leikinn í þrívídd. Hér fara leikmenn í hlutverk Cole Phelps sem er lögreglumaður í Los Angeles á

gullárum borgarinnar. Hér þurfa leikmenn að berjast við allskyns spillingu, geðsjúka morðingja og stórhættulega brennuvarga. Leikurinn spilast svipað og Grand Theft Auto leikirnir og inniheldur hann mikið af hasar- og bí laatriðum.

L.A. Noire: Complete Edition

Tegund: Skotleikur

Kemur út á: PS3, Xbox 360

PEGI aldurstakmark: 16+

Útgáfudagur: 4.nóvember

Framleiðandi: Activision

Útgefandi: Sena

Hér er búið að setja einn harðasta Bond leik sögunnar í nýjar háskerpu nærbuxur. Pierce Brosnan hefur verið skipt út fyrir Daniel Craig, en borð leiksins og spilun eru í takt við gamla góða Goldeneye sem kom út árið

1995. Leikurinn er góð blanda af skotbardögum og atriðum þar sem leikmenn þurfa að læðast um. Í PlayStation útgáfu leiksins geta leikmenn notað Move aukahlutinn.

Goldeneye Reloaded

Page 58 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »